Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 104

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 104
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 102 „Eg hef bjargað þeim átta frá drukknun í sjó“ Rætt við kempuna Erling Klemensson um kröpp kjör í gamla daga, Gúttóslaginn, sjómennsku og fleira s g byrjaði að vinna strax um fermingu, byrjaði á Eyrinni við hliðina á fullorðnum mönnum. Eg naut þess nefnilega að ég var svo stór og bráðþroska og þótti því tækur í vinnu svona fljótt, þótt núna þyki ég víst ekkert svo stór. En ég þótti það þá, það var alltaf verið að vitna í stærðina á mér. Þetta segir Erlingur Klemensson sem nú dvelur á Hrafnistu í Laugarásnum og er 82 ára gamall. Hann ætlar að líta yfir farinn veg með okkur og rifja upp hitt og þetta sem fyrir hann hefur bor- ið um dagana á sjó og landi á dögum vægðarlítillar vinnuhörku, harðrar verkalýðsbaráttu og strangrar sjó- sóknar, en öllu þessu hefur hann kynnst vel. Jú, hann er enn stór maður og virðist enn hærri vegna þess að hann er eilítið háleitur og svipurinn íhugandi, eins og hann sé að skyggn- ast til hafs og spá í veðurútlit. Hann talar um menn og atburði af rólegri yfirvegun og dómgreind, miklar ekk- ert fyrir sér né ,,dramatiserar“, eins og sagt er. Það er eins og hann segi: „Þannig var þetta bara.“ Mamma stóð ein uppi með fjögur börn ,,Ég er fæddurþann 12. mars 1912 og þar sem faðir minn dó í spönsku veik- inni 1918 og mamma stóð ein uppi með okkur, tvær systur og tvo bræður, var ekki um annað að ræða en að við færum að létta undir með móður minni og heimilinu eins fljótt og hægt var,“ segir Erlingur. „Móðir mín fékk fimmtíu krónur með hverju okkar barnanna á mánuði, og það var nú enginn auður. Við höfðum búið að Njálsgötu 48, en urðum nú að flytja í húsnæði sem bærinn átti vestur í Sel- búðum og þar ólst ég upp. Erlingur Klemensson: „En það var ekk- ertpláss að fá. Viðkvæðið hjá stýrimönn- unum var alltafþað sama: „Ertu vanur?" Eg sagðist vera vanur að hausa og það var gott og blessað, en vanur gat ég ekki kallast. “ (Ljósmynd Sjómanna- dagsblaðið / AM) Já, ég byrjaði að vinna þarna á Eyr- inni og verkstjórarnir reyndu ábyggi- lega að taka þá menn öðrum fremur sem þeir héldu að þyrftu þess með, þótt ýmislegt hafi verið sagt misjafnt um þessa menn. Þetta voru eiginlega bestu karlar, svo sem Söllu Gvendur, Jón á Hól, Hannes Björnsson og Guð- mundur frá Múla. En það voru at- vinnuleysistímar og menn gerðu hvað sem var til þess að fá eitthvert handar- vik. Ef verkstjórarnir hreyfðu sig þá hélt allur skarinn í humáttina á eftir þeim. Menn vöknuðu fyrir allar aldir og héldu niður eftir, en fengu svo kannske ekki neitt. Þá var sest inn á gamla Verkamannaskýlið og reynt að drepa tímann með því að fara í krók, draga kefli eða fara í sjómann. Það varð oft nokkur háreysti af þessu og maður man að oft var Guðmundur Magnússon að finna að við menn, því hann átti nú að heita umsjónarmaður- inn þarna. Stundum glóðhitaði hann skörunginn og otaði honum að okkur. En ég held að hann hafi þó haft dálítið gaman af þessu líka, stundum að minnsta kosti. Já, menn gerðu margt til þess að fá vinnuna. Þegar von var á kolaskipum fóru margir til kolakaupmannanna sem áttu farminn og fengu eins og þrjá kolapoka út á krít, sem þeir svo áttu að vinna af sér með vinnu við uppskip- unina. Þetta voru kölluð ,,bevís“, seðlarnir sem kaupmennirnir gáfu út, og það tryggði auðvitað að menn fengu vinnuna. Þetta notuðu þeir sér nú stundum sem voru betur settir en aðrir. Það kom líka fyrir að skipstjórarnir á kolaskipunum reyndu að múta verk- stjórunum til þess að vera sem fljót- astir að landa og stungu að þeim brennivínsflösku og fleiru, stundum heilu kössunum. Þeir voru líka oft kenndir í vinnunni þessir karlar, eink- um þegar líða tók á daginn. Á þessum tímum tíðkaðist alveg óg- urlegur vinnuhraði og það var af því að menn voru að reyna að vinna sig í álit. Unnið var í tólf tíma lotum og menn voru í svitakófi allan tímann, til dæmis þegar unnið var í saltlestum. Þarna var mokað í hálftunnumál, þau sléttuð og settir okar undir höldurnar á málinu og spotti í. Það voru tveir menn með hvert mál, og það var af- skaplega mikils virði að menn væru samtaka - að annar ynni ekki fyrir hinn. Væru menn samtaka var þetta leikur einn, en ef menn voru ósamtaka gat þetta orðið erfitt. Ég man eftir hraustum mönnum eins og Lárusi Sal- ómonssyni og Gunnari Salómonssyni sem voru auðvitað ákaflega hraustir menn, en ekki samtaka og urðu upp-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.