Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 105

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 105
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 103 gefnir fyrir bragðið. En hamagangur- inn og æsingurinn var ógurlegur, og þegar komið var niður í lest á skipun- um og pokastöflunum fleygt niður, fóru menn stundum að togast á um þetta og það gátu orðið slagsmál. Auðvitað náði svona engri átt og mátti breytast. Þegar Bretarnir komu og sáu þessi vinnubrögð fóru þeir að halda aftur af mönnum, því þeim ofbauð.“ Atvinnubótavinna í Síberíu „Já, ég kom við sögu í Gúttóslagnum og varð víst víðfrægur af, þótt það væri ekki meiningin. Eins og flestir vita nú líklega spratt þetta af því að á þessum atvinnuleys- isárum hafði verið komið á svonefndri atvinnubótavinnu handa þeim sem verst voru settir og tryggði þeim vinnu fáeina daga í mánuði. Samt var það ekki meira en svo að menn rétt gátu dregið fram lífið af þessu og ekkert meir. Þetta var vinna hér og þar um Reykjavík, rétt eins og bæjarvinnan, eða þá að menn voru sendir austur yfir fjall, hálfan mánuð í senn, og unnu þar við skurðgröft. Eg vann við Eyrar- bakka, þar sem kallað var „Síbería“. Menn fóru þetta á bílum austur en stundum voru nú skilyrði þannig að það var ekkert hægt að vinna og miklu betra að menn hefðu fengið umslagið sent heim með atvinnubótapeningun- um. Ég man að stundum þurftum við að moka sundur skaflana langa vegu á heiðinni, svo bíllinn kæmist leiðar sinnar á vetrum. En nú stóð til að fara að lækka kaup- ið í þessari atvinnubótavinnu úr 1.36 krónum á tímann niður í eina krónu. Þetta gat alls ekki gengið, því nógu var kaupið nú lélegt fyrir. Það var búið að þrefa heilmikið um þetta í bæjar- stjórninni en lokaákvörðunina átti að taka á bæjarstjórnarfundi 9. nóvember 1932. Menn söfnuðust saman við Gúttó um morguninn, bæði til þess að fylgjast með og veita Héðni og þeim hinum sem þarna voru á móti íhaldinu stuðning og hvatningu, en ég held að mjög fáir hafi búist við neinum slags- málum. Fundarsalnum hafði verið lokað fyrir áheyrendum um morgun- inn, en lögreglustjórinn, sem var Her- mann Jónasson, hét því aftur á móti að eftir hádegið skyldu menn fá að fylgj- ast með því sem fram færi inni.“ Gúttóslagurinn „Við bræðurnir fórum heim og vorum nú ekki lengi að borða, því það var ekki mikið á borðum, og fórum svo niður eftir aftur. Þegar við komum niður eftir var þar mikill mannfjöldi. Lögreglan hleypti nokkrum mönnum inn í húsið, þeim sem komust fyrir á bekkjum í fundar- salnum, en stæðin fyrir aftan þá voru auð. Þetta hleypti gremju í menn og það gerðist mikill troðningur framan við dyrnar þar sem við bróðir minn stóðum. Lögreglan opnaði nú dyrnar aftur og ætlaði víst að bægja mönnum frá, en ýtingurinn var svo mikill að við sem fremstir stóðum fórum sjálfkrafa inn fyrir. Skipti þá engum togum að lögregluþjónarnir byrja undir eins að berja menn eins og óðir væru, þótt maður hefði farið óviljandi inn. Nú, ég neita því ekki að ég barði frá mér. Annað var ekki hægt. Eftir á að hyggja held ég að það hafi verið mikil mistök hjá lögreglunni að hefja þessar barsmíðar. Hefðu þær ekki orðið býst ég við að það hefði ekki orðið neinn Gúttóslagur. Lögreglan mátti líka vita að þeir hefðu aldrei bolmagn til þess að ráða við svona mikinn fjölda. Ég man að í þessum svifum kom Héðinn út úr fundarsalnum og segir við Hermann: „Gafstu skipun um að berja á verkalýðnum?“ Ekki man ég nú hverju hann svaraði. Ég fór upp á loft í húsinu því ég var orðinn alblóð- ugur og þvoði þar framan úr mér. Eftir það gekk ég niður og komst út og þá var slagurinn í algleymingi. Mér of- bauð margt sem ég sá þarna, svo sem þegar þeir börðu gamlan mann með sítt skegg yfir bringsmalirnar svo hann hneig tvöfaldur niður á götuna. Já, það var ljótt að sjá það. Ég fór yfir til Ólafs Þorsteinssonar læknis og fékk hann til þess að binda um höfuð- ið á mér. Hann var að fara í vitjun og var kominn í aðra frakkaermina en hætti nú við það og var auðvitað stein- hissa á að sjá mig svona. En ég sagði honum hvað um væri að vera og að hann mætti eiga von á fleirum, enda var hann enn að klemma sárin saman og binda um höfuðið á mér þegar komið var inn með einn af lögreglu- þjónunum. Ég fór út aftur og þá var lögreglan á flótta úti við Austurvöll og allt vit- laust. Þarna var lögreglan yfirbuguð, enda vonlaust að þessir fáu menn réðu við slíkan skara. Ég man að Sigurður Gíslason lögregluþjónn stóð þarna uppi við grindverkið sem þá var í kringum Austurvöll og sagði: „Bless- aðir verið þið ekki að þessu strákar!“ Ég er viss um að hann hefur ekki barið neinn með kylfunni, því hann var slíkt j * 'i J 4.% „Ég var að koma afsjó á togara og sé þegar við komum inn í höfnina að lögreglubíll- inn stendur á hafnarbakkanum. „Það skuluð þið bóka að nú er verið að sœkja mig, “ sagði ég. “
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.