Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 107

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 107
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ fyrr til en loftskeytamaðurinn sem hafði verið að fá mér kvótann eftir nóttina segir allt í einu: „Er maður í sjónum?“ Hann var dálítið fljótfær þessi loft- skeytamaður og ég tók varla mark á honum, en lít þó út fyrir brúarvæng- inn. Þá sé ég að þetta er rétt, það flýtur þarna maður í stakk. Ég sagði loft- skeytamanninum að vekja karlinn strax og hendi mér fram af brúar- vængnum í sömu andrá. En þegar ég er kominn að manninum í sjónum og lít upp, þá sé ég að loftskeytamaður- inn stendur enn í glugganum. Hann hafði einfaldlega orðið stjarfur þarna. Ég kallaði því aftur og þá tók hann við sér. Þeim tókst að draga okkur um borð og maðurinn reyndist alveg með- vitundarlaus. Hann fór þó brátt að koma til og ég sagði þeim að fara með hann framí meðan ég skipti um föt. Daginn eftir fór ég með hitamæli til hans og lét hann mæla sig, og hann reyndist kominn með háan hita. Við vorum þá komnir allnærri landi, vor- um um 110 mílur frá Gerpi, og ég sagði við skipstjórann að best væri að fara með hann til Seyðisfjarðar og það varð úr. Þá reyndist hann kominn með lungnabólgu. En svo náði hann sér al- veg. Hann er enn á lífi, var trúlofaður um þetta leyti og kvæntist nokkru síð- ar. Alls hef ég bjargað þeim átta „Þeir eru fleiri sem ég hef bjargað, ætli þeir séu ekki átta. Sá fyrsti var strákur sem ég dró úr sjónum þegar ég var um fermingu. Ég fór með hann heim til sín og lagði hann bara á eld- húsgólfið, því hann var farinn að koma til. Ég hafði nú engin orð um þetta, en skömmu á eftir, þegar ég var að skipta um föt, kom systir hans til min og fékk mér eitt egg og tuttugu og fimm aura í björgunarlaun. Mörgum þætti þetta hlægilegt nú, en svona var fólk fátækt á þessum árum. Tuttugu 105 og fimm aurar voru líka meira þá en nú og egg er þó alltaf egg! Sem strákur bjargaði ég líka dreng frá drukknun við hafnargarðinn sem liggur út í vitann frá Örfirisey. Þeir höfðu verið að leika sér með marhnút sem þeir höfðu veitt og sé ég allt í einu að annar þeirra flýtur í sjónum. Ég var að veiða þarna með færi en hendi því nú frá mér og stekk eftir honum. Svo rak ég hann og kunningja hans heim, því ég var eldri. - Það var mörgum árum eftir þetta að ég var staddur á salerninu á Hótel Borg þegar maður víkur sér að mér og spyr hvort ég sé Erlingur Klemensson. „Jú, hver ert þú?“ segi ég. Þá var þetta sami strák- urinn. Hann sagði mér að hann hefði verið sendur af móður sinni með eitt- hvert lítilræði sem hann átti að færa mér fyrir björgunina, en aldrei komið því til skila - vegna þess að hann skammaðist sín svo mikið. Já, svona var þetta nú.“ AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.