Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 12

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 12
12 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Frá orðuveitingu um borð í Óðni vegna framgöngu áhafnarinnar á fsafjarðardjúpi 1968. Frá vinstri: Edda Jónsdóttir og maður hennar Sigurður Arnason skiplterra, Björg Jónsdóttir og maður hennar Sigurjón Hannesson 1. stýrimaður, Jóna Guðmunda Helgadóttir og maður hennar Pálmi Hlöðversson 2. stýrimaður. þegar mér ofbýður þetta kröfugerð- arþjóðfélag sem við lifum við í dag að ég bregð mér suður á Selatanga sem er rétt austan við Grindavík og skoða verbúðirnar þar og fiskbirgin sem eru mjög heilleg. Þetta geri ég til þess að ná mér dálítið niður á jörðina og átta mig á þeim kjörum sem forfeður okkar áttu að búa við. Veturinn á eftir réði ég mig suður í Hafnir til Kristins í Kirkjuvogi í Höfnum og var með honum á svip- aðri trillu og þeir Stafnesfeðgar áttu alla vertíðina. Þetta mun hafa verið 1940-1941. Þá lá leið mín enn til þeirra á V-Stafnesi og þá til Sand- gerðis, en þar hóf ég mína fyrstu sjó- mennsku um borð í vélbáti, þá fjórt- án ára.“ Vertíðarróðrar á vélbátum „Formaður á þessum fyrsta vélbáti sem ég réð mig á var Magnús Berg- mann frá Fuglavík, en báturinn var Hákon Eyjólfsson og var í eigu þeirra Meiðastaðabræðra. Og dvöl mín þarna í Sandgerði varð alllöng, því alls reri ég þar í átta vertíðir. Árið 1946 fór ég á mótoristanám- skeiði hjá Fiskifélagi íslands og lauk því í desember það ár. Eftir það réð ég mig á Muninn, sem var í eigu Mið- ness hf. Á honum var ég um vetur- inn, en um vorið 1947 kom til mín Haraldur heitinn Kristjánsson skip- stjóri og síðar útvegsmaður og bauð mér mótoristapláss á mótorbátnum Víkingi, sem Friðmundur Heronías- son gerði þá út frá Keflavík. Skyldi ég vera með honum á reknetum en síðan á línu. Ég tók boðinu, en þegar Haraldur er að gera bátinn kláran kom Friðmundur til mín og tilkynnti að hann væri búinn að leigja bátinn til landshelgisgæslu um sumarið. Ég hélt þegar á fund Haraldar og spurði hvort hann í ljósi breyttra aðstæðna vildi ekki að ráðningarsamningur okkar gengi til baka. Haraldur var sjálfur gamall mótoristi og innti ég hann eftir hvort hann vildi ekki sjálf- ur taka að sér stöðu fyrsta vélstjóra á bátnum við landhelgisgæsluna, en ég væri reiðubúinn að gerast annar vél- stjóri hjá honum. En Haraldur kvaðst ekki nenna því — ég skyldi verða fyrsti mótoristi en sjálfur mundi hann gerast annar mótoristi." Upphaf starfa minna við landhelgisgæslu „Þetta varð upphafið að störfum mínum fyrir Landhelgisgæsluna. Við sigldum bátnum til Reykjavíkur þar sem sett var á hann lítil fallbyssa og gerðist Hannes heitinn Friðsteinsson skipstjóri. Stýrimaður var Bogi Ein- arsson, síðar skipstjóri hjá Skipaút- gerð ríkisins. Geysilega skemmtilegt sumar fór í hönd og því réði ekki síst að þarna um borð eignaðist ég einn minn besta félaga, en hann var Guð- björn heitinn Þorsteinsson, seinna skipstjóri á Þorsteini. Þar á meðal er að minnast mjög ánægjulegrar ferðar til Vestmannaeyja og aftur heim til Reykjavíkur, en mestan part sumars- ins vorum við að gæslustörfum á Faxaflóa og höfðum eftirlit með dragnótabátunum. Að loknu þessu sumri á Víkingi hélt ég áfram störfum fyrir Land- helgisgæsluna og um haustið 1947 gerðist ég vélstjóri í afleysingum hjá Þórarni heitnum Björnssyni skip- herra á varðbátnum Faxaborg, en Faxaborgin var einn Svíþjóðarbát- anna sem komu um þetta leyti og var um 110 lestir að mig minnir. Þannig má sjá að þegar þarna — á árunum 1947-1948 — er Landhelgisgæslan farin að „koma inn í líf mitt“ ef ég má taka svo til orða. Á Faxaborg kynnt- ist ég mörgum góðum varðskips- mönnum eins og skipherranum og einnig Magnúsi Björnssyni yngri sem var stýrimaður. Um borð var og Hannes Friðsteinsson sem ég þegar þekkti ogfleiri. EinnigJón skipherra Jónsson sem leysti Þórarinn af um skeið. Að aflokinni vistinni um borð í Faxaborg vorið 1948 ég réð mig til Þórhalls Gíslasonar sem þá var með Hrönninna GK-240 frá Sandgerði. Þar var ég vélstjóri fram til hausts 1949.“ Skólaár — stýrimaður um borð í Þór „Ég velktist ekki í neinum vafa um það að sjónum hugðist ég helga ævi- starf mitt og haustið 1949 settist ég fiskimannadeild Stýrimannaskólans. Að loknum fyrsta námsvetrinum gerðist ég mótoristi hjá Finnboga heitnum Halldórssyni á Kára Söl- mundarsyni, en hann átti þá bátinn ásamt Jóni Halldórssyni frá Ólafs- firði. Stunduðum við síldveiðar fyrir Norðurlandi. Ég lauk fiskimanna- prófinu vorið 1951 og fór ég þá um borð til bróður míns Eyjólfs, sem þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.