Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 103

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 103
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 103 og því er vert að mæla með heimsókn á safnið í Bygdö í Osló þar sem þessi víkingaskip og búnaður þeirra er til sýnis.“ Herskip sinna tíma og knerrir „Öll þau skip sem grafin hafa verið upp við Oslófjörðinn eru langskip, en þau voru fyrst og fremst herskip þeirra tíma, en vitað er að til lengri ferða um úthöf voru notaðir knerrir. Þeir voru borðhærri og höfðu meiri burðargetu enda ekki eins hrað- skreiðir og langskipin. Sæfarar á knörrunum voru því að líkindum háðari seglabúnaði en á langskipun- um. Það hafa vafalaust verið sigling- ar á knörrunum sem gerðu landnám íslands mögulegt. Þó að enn hafi ekki fundist leifar af knerri í norsk- um gröfum, þá segir verklagið og handbragðið á smíði knarrarins úr Hróarskeldufirði okkur hvernig að verki var staðið, þó að byggingarlag- ið sé nokkuð frábrugðið. Það er oft talað um knerri í Is- landssögunni þó að þeim sé ekki lýst frekar að neinu leyti. En talsverða burðargetu hafa stærstu knerrir haft, því oft var talsverður fjöldi fólks fluttur í einni ferð ásamt búsmala og margs konar varningi að sjálfsögðu.“ Gauksstaðaskipið og Asubergsskipið „Við skulum líta nánar til víkinga- skipanna á safninu á Bygdöy. Gauksstaðaskipið var grafið upp sumarið 1880 ekki langt frá Sande- fjord. Haugurinn var um 40-50 metr- ar í þvermál og um 5 metrar á hæð. Við uppgröftinn kom í ljós mjög heil- legt skip sem hafði varðveist vel í leirbornum jarðvegi. Leirnum er þakkað hversu vel skipið hafði varð- veist. Gauksstaðaskipið er rúmir 23 metrar að lengd og 5.20 metrar á breidd. Auk fjölda rnuna og áhalda voru í haugnum 3 smábátar og beinagrind- ur 12 hesta og 6 hunda. Sá látni skyldi því ekki fara allslaus á vit nýrrar til- veru. Vopn voru hins vegar engin í haugnum. Grafarræningjar hafa séð fyrir þeim fyrr á tímum. Enginn veit nú hver hann var sá mikli höfðingi sem hvíldi í Gauksstaðaskipi. Hinsvegar er það Ásubergsskipið eða Osebergskipet, einsog það heitir á norsku, sem er skrautlegast og íburðarmest. Stafnar skipsins eru fagurlega útskornir og í haugnum var fjöldi gersema svo sem útskorin drekahöfuð eða dýrahöfuð ofan á súlum. Fjórar af þessum súlum eru til sýnis. Ekki er vitað um tilgang þeirra, hvort þær voru eingöngu til skrauts eða gegndu hlutverki við ein- hvers konar trúarathafnir.“ Skip hefðarkonu „Haugur Ásubergsskipsins hefur einhvern tíma fyrr á öldum verið rof- inn líkt og haugur Gauksstaðaskips- ins, enda fannst ekkert af skraut- munum úr silfri og fátt eitt úr eir. Eiginlegir skartgripir fundust því ekki, þó að fullvíst sé talið að kon- ungborin hefðarkona sé heygð í skip- inu. Grafarræningjar hafa séð fyrir því. En hefðarkonan hefur verið búin til langferðar á nýjum slóðum því í Ásubergsskipinu var meðal annars fjórhjóla vagn og þrír sleðar, allt fag- urlega útskorið. Mikið var af eldun- arbúnaði, katlar, kyrnur, trog og ausur og margt annað sem of langt yrði upp að telja. Bytta og fötur fundust sem talið er að séu frá Bret- landseyjum. Rúmstæði og vefstólar ásamt miklu magni af vefnaði og klæðum voru í Ásubergsskipinu. Ymsar illa farnar leifar af myndvefn- aði segir okkur að vefnaður var á háu stigi á þessum tíma, ekki síður en útskurður í tré.“ Svipuð að stærð „Gauksstaðaskipið er aðeins stærra en Ásubergsskipið og að flestu leyti betur byggt sem sjóskip. Árið 1993 var byggð nákvæm eftirlík- ing af Gauksstaðaskipinu og var því skipi siglt vestur um haf eins og frægt er orðið. í þeirri ferð sannaði skipið ágæti sitt. Þegar eftirlíkingin var smíðuð þurfti að finna efnivið í heil- an eikarkjöl sams konar og var í fyrir- myndinni, en kjölurinn hefur verið úr að minnsta kosti 25 metra háu eik- artré. Engin slík eik fannst í Noregi og varð að fá eik frá Kanada nægi- lega stóra til að smíða kjölinn. Öll skipin sem nefnd hafa verið eru svipuð að stærð þó að Gauks- staðaskipið sé þeirra stærst. Öll eru þau langskip og af þeirri gerð sem ætlað er að höfðingjar hafi notað til styttri siglinga. Ætla má að sumir út- hafsknerrirnir hafi verið jafnvel nokkru stærri þó að handbragð og tækni hafi verið hin sama.“ Lystiskip? „Ásubergsskipið er þannig að gerð að líklegt er talið að það hafi ein- göngu verið notað til siglinga með ströndinni, kannski sem lystiskip í góðu veðri. í raun er það alls ekki eins traustlega byggt og Gauksstaða- skipið og Tunaskipið, sem einnig er sýnt á víkingaskipasafninu. Tuna- skipið er mjög illa farið. Skipin eru öll súðbyrðingar og borðin negld saman eins og við þekkjum til skamms tíma. En það vakti athygli að botninn er ekki negldur við böndin, heldur reimaður upp. Þetta hefur gefið ákveðinn sveigjanleika og aukið sjóhæfni. Stýrið var eins og stór og breið ár aftast á stjórnborðssíðu. Við borð- stokkinn var það fest með breiðu belti úr húð, sem auðvelt var að losa um. En hin eiginlega festing var neð- ar á skipssíðunni á sterklegum eikar- klumpi, en þar var gat á og þrætt með fururót í gegn, þannig að létt var að stýra. Einfalt en úthugsað verklag. Víkingaskipin í Osló vekja í senn undrun og aðdáun og eftir að hafa gengið um sali Víkingaskipasafnsins skiljum við betur hvernig forfeðrum okkar var kleift að nema ísland forð- um daga. Allir þeir sem leið eiga um Osló skulu hvattir til að koma við í þessu merka safni. Það er bæði skemmtun og fróðleikur.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.