Eimreiðin - 01.07.1928, Blaðsíða 57
limreiðin
Þjóðlysa1, °S þegnskylda.
Þó að nú séu liðin tíu ár síðan íslenzka þjóðin varð frjáls
og óháð, — sjálfstætt ríki í konungssambandi við Danmörku,
~~ eru enn uppi menn, sem horfa með kvíða fram á það, að
•slenzka ríkið unga ætli ekki að verða því vaxið að halda
uppi sjálfstæði sínu í verki, þó að nafnið eigi það á
Pappírnum. £f alt væri með feldu, ættu þessir menn að vera
horfnir úr sögunni. Það var eðlilegt, að ýmsir væru þess
letjandi í fyrstu, að lagt yrði út á ríkis-brautina. Vér vorum
óreyndir og höfðum ekki stjórnað oss sjálfir í sex hundruð ár.
Menn gerðu ráð fyrir allskonar erfiðleikum, einkum utan að
^omandi, frá öðrum þjóðum. Erfiðleikarnir hafa orðið mestir
•nnan frá. Og það er ekki aukinni bölsýni að kenna, þó að
vart verði hjá ýmsum nokkurs kvíða um það, að þessir innri
erfiðleikar aukist, en minki ekki. Þeir menn eru ekki úr
hópi hinna óglöggustu á veðrabrigði og skýjafar stjornmála-
himinsins, heldur þvert á móti. En kvíðanum verður að út-
rýma, ekki með blekkingum, heldur með gagngerðum og
róttækum breytingum, að því er kemur til opinberra mála. Eng-
inn skyldi örvænta um, að þetta megi takast, enda ríður á að
svo verði. Því ella verður ekkert verk hægara fyrir þá, sem
viija sjálfstæði íslands feigt, en að má þetta sjálfstæði burt í
e>nni svipan, svo ekkert verði eftir af oss sem frjálsri þjóð í
frjálsu landi.
Flokkadrættir hafa oft verið miklir með íslendingum, og er
s>zt séð fyrir endirinn á þeim enn þá. Eins og kunnugt er,
voru það flokkadrættir Sturlungaaldarinnar, sem drýgstan þátt-
inn áttu í því að svifta þjóðina sjálfstæðinu þá. Flokkadrættir
eru hættulegastir fyrir það, að ekkert er eins fljótvirkt og þeir
iil að fela fyrir mönnum aðalatriði með aukaatriðum, sannleika
með lýgi. Flokkadrættirnir hafa gert margt smámálið að stór-
máli, og f skjóli þeirra hefur mörgu velferðarmálinu verið
k°mið fyrir kattarnef. Þeir hafa magnað marga lýgina, svo
stórtjón hefur af hlotist. Óhlutvandir menn hafa þar átt sína