Eimreiðin - 01.07.1928, Blaðsíða 112
304
RITSJÁ
eimreiðin
vísindamenn, sem ég verð að álífa óhlutdræga, sem hafa dvalið langvisf-
um á Grikklandi og tala mjög vel um gríska alþýðumenn og þjóðina
yfirleift, þó þeir líka hafi séð galla þeirra og víti harðlega stjórnmála-
þrasið þar og framkomu ýmsra helztu manna þjóðarinnar. Og nokkuð
lík skoðun hefur mér fundist vera í sumum ritum enskra höfunda, sem
vel þekkja til. Einn höfundur ber nútíðar Grikki saman við okkur fslend-
inga nú á tímum, og tekur okkur langt fram yfir. Það getur verið að
það sé svo að sumu leyti, a. m. k. í áhuga á vísindum og fróðleik yf>r"
leitt, — en þó lífskjör íslenzku þjóðarinnar hafi að sumu leyti verið
hörð, þá höfum við aldrei átt við önnur eins ókjör að búa öldum sam-
an og Grikkir. Útlendingar hafa ekki öld eftir öld farið rænandi um
landið, dregið fallegustu stúlkurnar í kvennabúr og úrval af hraustustu
drengjunum í Janitscharaliðið, eins og Tyrkir gerðu við Grikki. Og b*ði
kaþólska kirkjan á miðöldunum og sú Iúterska síðar létu sér miklu meira
ant um andlega menningu þjóðarinnar, og ekki sízt alþýðunnar, en grísk-
kaþólska kirkjan hefur gert yfirleitt, þó heiðarlegar undantekningar haf>
verið þar, ekki sízt af þjóðernisástæðum meðan Tyrkir réðu landinu.
Þá er ekki síður skemtilegur kaflinn um finsk-úgrisku þjóðirnai.
einkum það er snertir Finna. Höfundurinn er sjálfur Finnlendingur, eu
sænsku ætterni, og þekkir alt þar út í æsar. Ég held hann hafi rétt fvr,r
sér í því, að á Finnlandi er þjóðin nú á dögum mjög blönduð norr®»u
kyni, og ennfremur, að forfeður finskutalandi þjóðarinnar í því landi hafa
sennilega verið eitthvað skyldir Goðþjóðum. — Það má telja fullsannaö
að á milli arisku (indo-germönsku) málanna og finsk-úgrisku málanna er
skyldleiki, þó hann sé langf að sækja. Sigfús Blöndal■
Leiðréttingar: Bls. 266: „Landamót" les „Sandamót", „norðan 'cs
„neðan". Bls. 332 og 3: „vatn“ Ies „votu“. BIs. 180h: „lóðréttur I ^
„láréttur". Bls. 224o: „þau áhrif" les „þeim áhrifum". Bls. 2303. ..c'
les „eflt“. Bls. 2722: „Labour’s Lost“ les Love’s Labour’s Lost .
272:: „Erros“ les „Errors".