Eimreiðin - 01.07.1928, Blaðsíða 71
eimreiðin
ÞJÓÐLYGAR OG ÞEGNSKYLDA
263
at Viðrisfulli,
hróðrs örverðr
ok heitrofi,
nema ek þess gagns
gjöld um vinnak.
Skuldin við ættjörðina er skuldin við lífið, og því aðeins er
landi og lýð borgið, að hver maður greiði þá skuld.
Sveinn Sigurðsson.
Réttadagar.
Fyrsta stórrigning haustsins æddi yfir jörðina með ofsa
st°rmi. Hún lamdi látlaust á baðstofuþakinu á Brík, svo að
hrikti í trjánum. Regnið buldi á rúðunum, og yfir að líta var
Srundin bleikgrá af fölva haustsins og vatninu, sem streymdi
Ur>i hana.
Það er einkennilegur geðblær, sem læsir sig um sál manns
\.slíku veðri á haustin. Öll útþrá og víðfeðmi hugans hverfur.
löngun manns beinist inn á við, ef svo mætti að orði
kyeða; hann hugsar aðeins um að njóta skjólsins og hlýjunn-
ar> sem húsin veita, og honum finst, að seint muni verða
reyting á þessu hugarástandi sínu.
í þessu skapi var Halla, vinnukonan á Brík, þar sem hún
á rúminu sínu við gaflhlaðið á baðstofunni, með fjögra
ara gamlan dreng í kjöltu sér, sem eftir látbragðinu að dæma
Var 9óður vinur hennar. Hún vafði handleggjunum þétt um
“'Wi d^engsins eins og til að verja hann kuldanum, hallaði
Vatrga hans að brjósti sér og horfði í augu hans. Hann hafði
s ýra og stórgerða andlitsdrætti, hátt og hvelft enni, blá augu
°S ljóst hár.
En þótt Halla brosti við barninu, var geigur í sál hennar,
f.samt V*Ö óveðrið úti, heldur við annað óveður, sem hún
vlost við að væri í aðsigi. Hún vissi sem sé, að í kvöld var
°n á konu úr réttunum þangað, sem Ólína hét og var móðir