Eimreiðin - 01.07.1928, Blaðsíða 100
EIMREIÐIN
Veraldarsýn.
(F. W. H. Myers).
I.
Aftar! — Því handar augnabliksins neyð
þú áttir dögun heims og fyrstu þrá;
eilífðir gegnum augun hryggu sjá;
þig æðstu himnar skópu’ á þessa leið.
Já, alt er líf, öll tilvist hrein og heið!
Horfinna geisla lind féll klettinn á;
slá þú! af fornri, gleymdri sólar gljá
í grjótsins minning ljómi’ um aldir beið.
Eins hefur glampað aíheims stöðugt ljós,
áður en röðuls geisli Siríus fann;
hið hulda nafn við himinsævar ós
ég heyrði’, og andans blær um loftið rann,
lýsti’ alt, sem var, og vakti logans rós, —
um veröld dýrðarskin af nýju brann.
II.
Framar! — þótt von og bænir bresti mátt,
hálf-byrjuð göfgun sé, er aflið dvín, —
þótt hrösun verði’ hin þráðu afrek þín,
í þythörð vötn sé heitin rist um nátt.
Fram! Alt fer vel; er hér þú leggur lágt
lémagna fætur, önnur braut þér skín;
ei byrgir þetta sólfall alla sýn,
né sál þína’ alla dauðamyrkrið grátt.
Þinn andi þar, sem alt er gleði’ og náð,
að örvæntingu jarðar brosa fer;
hann hefur sjálfur lífsins lögmál skráð;
með læging æðstu tign hann skapar sér; —
því við þitt fall var fræi dýrðar sáð;
forlögin áttu himnaríki’ í þér.