Eimreiðin - 01.07.1928, Qupperneq 22
EIMREIÐIN
Gáta geymsins.
Eftir Einar Benediktsson.
Frá elztu öldum jarðvitringa hefur sú gestaþraut mannlegs
anda, er lýtur að takmörkun algeymsins, reynst hin erfiðasta,
en jafnframt hin almerkasta um framþróun vorrar hnattfjötruðu
þekkingar. Omælisvíddir stjarnahafsins virðast þó, enn sem
komið er, fremur lama sjálfsvonir vorar um sigur yfir hinum
himnesku hlutverkum. En einmitt frá þessu atriði sýnist þó
heimsskoðun vor hljóta að rísa og rekjast.
Þannig hygg ég, að fullyrða megi um eina almenna hvers-
dagshugsun, að hún sé sannlegur þröskuldur á vegi til hærri
þekkingar, og vildi ég reyna að skýra þetta með nokkrum
orðum.
Hvar sem £ jarðneskar vitverur fjölmenna mun óhætt að
segja, að yfirgnæfandijneiri hluti hugsar sér hinn svokallaða
heim vorn sem duft og ösku í samanburði við önnur himna-
hvel. Þau skína og leiftra í fjarlægðunum, og vér dýrkum þau
og dáum enn þá með sama hug eins og frumbyggjar þessa
moldarheims gerðu, samkvæmt sögu sköpunar vorrar. Jafnvel
skólaspekingar æðstu fræðastofnana, víðsvegar um jarðir og
ríki mannheims, vilja ekki vita af því, að heimahvel vort kunni
að eiga jafningjastöðu með öðrum meðalstjörnum himnahvolfs-
ins. En þessi upprunalega kórvilla allra trúbræðra Israels
klafabindur hyggjugreind vorrar eigin guðsmyndar.
Af þessari missýn um skynjunar- og skilningsmátt jarðver-
unnar leiðir það, að mannleg augu leita jafnan í hæðirnar
eftir svari. En hve óendanlegur máttur og fórnarfýsn hugs-
andi manna er það, sem hverfur í sandinn vegna þess eins,
að þeir hrasa uin steininn meðan þeir einblína og glápa a
flugelda stjörnuhrapsins.
Ranghverfing’’sjóna vorra um lágstöðu jarðarinnar meðal
himintunglanna leiðir hugina á vonlausa villigötu, fyrst og
fremst í einu meginefni. Rannsóknir vísinda vorra eiga ekkert
æðra mið, enga helgari ósk, en stofnun lífsviðskifta við aðra