Eimreiðin - 01.10.1928, Page 1
CIMREIDIN
Dexippos.
í Aþenuborg árið 267 e. Kr.
(Viktor Rydberg.)
Löðuvsveittum hleypir hesti
hraðboði að Pallas's borg,
og af felmtursópum glymja
aldin súlnagöng og torg:
Gotar koma, Gotar koma!
í gærkvöld mátti bálin sjá
tæpa dagleið, vei oss, vei oss!
varla dagleið Aþen’ frá.
Þyrpast nú um hof og hörga
hræddar konur, menn og börn;
örvænting í hverjum huga
hamslaus drcpur táp og vörn:
Róm, sem tókst vort frelsi frá oss
fyrir vernd og trygðamál,
ó, hvar þreyja þínir ernir,
þinna legíóna stál?
Upp í ræðustólinn stíga
staðarins feður, ráðamenn,
og af vörum óttableikum
orðin vonlaus heyrast senn.
Engin herhvöt þrúðug þrymur,
því á Gotans sigurbraut
týndu kóngar tign og ríki,
turnhá borg að jörðu laut.
Loks þeir ráða af að eira
inn við hofsins súlnagöng
20