Eimreiðin - 01.10.1928, Side 2
306
DEXIPPOS
EIMREIÐIN
og við fótniv, bljúgar bænir
bíða þessi dægur löng.
Óttaþögult er um torgið,
öll eru dáin gleðibros. —
Upp þá rís úr sæti síðast
sagnritarinn Dexippos:
„Mundi vit að heyja hildi?
Hér hafa allir svarað nei;
Gotans skap er þungt að þykkju,
því er bezt að verjast ei!
Grimd hans mun um hús og hörga
hamast þrefalt verri, en
ef hann sæi okkur vera,
eins og Gota, hrausta menn.
Hyggið ei, að hræðslan ykkur
hjálpi meir en viðnáms-táp!
Bjarnarveiði’ er glíma Gota,
gaman þeirra héradráp.
Langt of erfitt er að bíða
óvinanna’ í grátnum draum;
gerum daginn hinzta’ að hátíð,
heljartryltum veizluglaum!
Fyrst þú vilt ei bregða brandi,
bikar gríptu, vesæl þjóð!
Fyrst ei hreysti hjartað vermir,
hita það í vínsins glóð!
Díonýsos lát þig leysa
litla stund úr smán og neyð,
þú, sem stríðsins frelsun forðast,
firrist hetjudauðans leið!
Druknir skulu dauðann líta,
dáðalausu, rögu menn!
Wínvið-skreyttir skuluð reika
um skuggabakka Styxar sennf