Eimreiðin - 01.10.1928, Page 6
310
DEXIPPOS
eimreidin
Söngur Aþeninga.
„Dýrðlegur dauðinn er víst,
er djarfur í fylkingarbrjósti
fellur þú fyrir þitt land,
fyrir þitt heimili’ og stað.
Rís því með eldmóði upp
ættjörðu þína að verjal
Lífinu fórna skalt fús
fyrir hið óborna kyn!
Fram, þið unglingar, fram
í föstum og hugprúðum röðum!
Aldregi æðrist þið hót,
ei komi flótti í hug!
tineisu og smán fær sá her,
þar sem hærður í fylkingarbroddi
öldungur lætur sitt líf
langt framar ungmenna sveit.
Sveininum sæmir það bezt,
meðan sætt kringum lokkana ungu
ilmar hin opnaða rós
í indælla vorblóma sveig.
Karlmönnum þykir hann knár,
og konunum fagur, á lífi;
fríðleikans blóma hann ber
blóðugur, fallinn í val“.
* *
*
Sönguv Gota.
Grenitré næðir
í norðurskógum,
örvar kyn Oðins
hið eggjum-glaða
suður þangað,
Vtgið þá sverðsins
vögguljóðum;
berið fagurt gull
til fornra hauga,
þar sem norðurljós
er svigna pálmar,
en feigir þrælar
forlaga bíða.
í Ijóma tindra
yfir furuskóga,
skuggarökkri!