Eimreiðin - 01.10.1928, Síða 8
312
DEXIPPOS
EIMREIÐIN
Sælan, þrefalt sælan, tel ég
slíkan dauða eins og hans:
hetju-Iárvið fá að flétta
fast við drengsins rósakranz,
hverfa’ úr móður ástar-örmum
inn í vopnaskifti hörð
til að deyja, frjáls og fagur,
fyrir sína ættarjörð.
En hvað köld er heimsins hygni,
heimskuleg hans vizkubrögð I
Vegna þess er þungbær honum
þrældómsbyrði' á herðar lögð!
Heims af kænsku sekt og sorgir,
svik og bleyðiskapur hlauzt.
Landi voru, Seifur, sendu
sveina glaða, þor og traustf
Áhyggjur um aðra daga
illu heilli berum vér;
vegna ótta alvörunnar
á oss feigðarskuggann ber.
Kynslóð vorri, Seifur, sendu
sveinsins gleði' og vonaþrótt;
þá mun heimur frjáls og fagur,
framar engin þrældómsnótt.
Ei við Sigurs stoltan stalla
starfa dagsins minnast skal;
fram skal fórnin bljúga borin
blíðri Náð af n.?v og hal,
því þín miskunn, mikli faðir,
mætti gæddi öflin veik
til að afmá alda hneisu
í augnabliksins drengjaleik".
7akob Jóh. Smárt
íslenzkaði.