Eimreiðin - 01.10.1928, Qupperneq 10
314
ALTARIÐ
eimreibiN
Nú var hún móðir. Hún lagði farg á eldinn í hjarta sínu,
lagði fjöll yfir gígina til þess að varna eldinum að brenna
lífið, og tók í öllu að vinna að því að haga sér eftir kröfum
lífsins.
Hún hlustaði eftir hjartaslögum komandi lífs í frjómold sinni,
og eftir þeim grundvallaði hún framþróun þá, er aldrei tekur
enda meðan móðir jörð er frjósöm og fæðir líf úr skauti sínu.
. . . Miljónir ára komu, og miljónir ára liðu, og móðir jörð
sveif áfram á braut sinni gegnum haf hnattanna í þokudraumi
og drukkin af sælu. —
Smám saman létti þokunni. Og hún sá sólar-hnöttinn. Sá
hnöttur var elskhugi hennar, og hún sýndi honum börn sín.
Sólin undraðist og gladdist. Lífið margfaldaðist á jörðunni
og varð ríkara, fjölbreyttara, fullkomnara ár frá ári. — Ein
tegund kom og tók við af annari, kvíslaðist aftur í margar
greinar og margar nýjar tegundir. — Lífið virtist vera óend-
anlegt, og alt, það minsta sem hið stærsta, virtist keppa að
einu og sama takmarki — því, sem er alfullkomið og varir
um alla eilífð. — Alt smátt og stórt virtist hafa fengið ein-
hvern gneista guðdómslífsins í arf — eilífðarþrána, sem stöðugt
endurnýjaði sig í nýju lífi gegnum öll umskifti ár-miljónanna.
Lífið virtist hafa að takmarki að byggja stiga — þrep fyrir
þrep — er svo yrði hár, að hann næði inn í hásali himn-
anna, og að ganga svo að því loknu í hinni allra fullkomn-
ustu mynd sinni fram fyrir hásæti guðs, sem hafði lagt hina
fyrstu lífs-spíru í móðurskaut jarðarinnar, guðs, sem hafð*
gefið því lögmálið — lögmál frjóseminnar og hins sífelt vax-
andi þroska. . . .
Sólin sá þetta alt — og full undrunar og gleði helti hun
geislum sínum yfir jörðina og gerði hana frjósama ár eftu1
ár. . . .
II.
Skógarnir niðuðu.
Hinir óendanlegu eyðiskógar báru með nið sínum leyndar-
dómsfull boð milli himins og jarðar.
Sólin stóð lágt, og sólargeislarnir gátu að eins með naum
indum smogið niður á milli þéttra laufa á hvelfdum trjákron -