Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 13
eimreiðin ALTARIÐ 317
Skógurinn varð fullur af litbrigðu rökkri og öllum leyndar-
dómum rökkursins.
Máninn lýsti stór og skær milli trjástofnanna, og stjörnurnar
virtust hanga í hinu þétta laufi trjánna. Og hið undarlega,
litbrigða rökkur seiddi og töfraði bæði sál og sinni.
Adam og Eva — tvær naktar verur — sátu á jörðunni,
vöfðu og þrýstu sér fastara og fastara hvort upp að öðru,
hrædd við að hlusta á lifandi þögnina, sem er töfrar næturinnar
1 hjarta frumskógarins —, og um leiö heyrðu þau hjörtun slá
hvort í annars brjósti.
Þessa nótt fæddist mannsandinn.
Eva gaf Adam ávexti skilningstrésins — sínar eigin meyjar-
varir, sem hún rétti honum — og í fyrsta sinn í heiminum
hysti maður mey. . . .
Þau lærðu að brosa — og í augum hvors annars sáu þau
Inr> í ómælisdýpi hinnar eilífu fegurðar. —
Þau voru menn, gædd sál og sinni, og í hinum nýfæddu
mannssálum sínum sáu þau endurskin guðdómsins, ogsálirþeirra
svifu hærra og hærra, upp til stjarnanna og mættust þar í
sterkri þrá eftir eilífu áframhaldandi lífi — mættust í þegjandi
hrópi eftir ódauðleika sálarinnar. . . .
Þau lögðust fyrir með munn við munn og brjóst við brjóst
°S soínuðu. . . .
Skógurinn niðaði. — Raust guðs hvíslaði í leyndardómi
næturinnar og óf sig inn í drauma hinna fyrstu manna.
Sköpunarverkið var fullkomnað. . . .
IV.
Adam og Eva vöknuðu í dögun.
Þeim var kalt, og þau skýldu nekt sinni með blöðum trjánna.
Morgungolan blés. Trén hristust og sveigðu laufríkar krón-
Urnar. Adam og Eva skulfu. Þau heyrðu guðs raust. —
Shógurinn niðaði. . . .
O9 Adam tók konuna, sem honum hafði verið gefin, við
önd sér, og þau leiddust burtu frá þessum stað.
Þau gengu langan veg. En að lokum kom þar, að skóginn
Praut. Þau fóru yfir eyðimerkur, engjar og dali og nýja skóga,