Eimreiðin - 01.10.1928, Qupperneq 17
eimreiðin
ALTARIÐ
321
En í hásölum himnanna situr skaparinn enn þá og horfir
á eftir jörðunni, sem í augum hans er stöðugt ný á braut sinni
meðal hnattanna — og hann brosir að hugsun sinni, sem nú
er fullkomnuð.
Fridrik Ásmundsson Brekkan.
Bókmentaiðja fslendinga í Vesturheimi.
Eftir Richard Beck.
Skáldsögur og leikrit.
Skáldsögur eru tiltölulega ný bókmentagrein á Islandi. Má
það kynlegt virðast, þar sem frásagnargáfan hefur verið rík í
eðli Islendingsins frá öndverðu. Er hér eigi rúm að benda á
orsakirnar til þessa fyrirbrigðis, þó fróðlegt væri, en eitt er
víst, að ekki hefur skortur á söguefnum valdið; að þeim hefur
íslenzkt þjóðlíf aldrei snautt verið; þar hefur verið nógur efni-
viður bæði harma- og gleðisagna. »Piltur og stúlka* ]. Thor-
eddsens, er út kom 1850, var fyrsta nútíðarskáldsaga íslenzk,
frumsamin. Má hann því með réttu teljast faðir íslenzkrar
skáldsagnaritunar; hafa margir fetað honum í spor. Ekki er
Það samt fyr en á síðustu árum, að ritun skáldsagna hefur
almenn orðið á meðal íslendinga.
Á þeim árum, sem útflutningur manna frá íslandi til Vest-
urheims var mestur (1873—1900) var ljóðagerðin enn aðal-
°9 uppáhaldsgrein íslenzkra bókmenta. Gætir þessa mjög í
ntstörfum íslendinga vestra. Ljóðabækur hafa þeir gefið út í
fugatali, en frumsamdar skáldsögur ekki ýkja margar. En ekki
mun kvæðaástin ein hafa ráðið hér um, þó að hún sé vöggu-
9)öf Islendingsins. Aðrar orsakir og fjölbreyttari munu hafa
legið til þess, að vestur-íslenzkar bókmentir urðu, einkanlega
framan af, æði einhæfar. Það liggur í augum uppi, að efnis-
auður hefur verið nægur í lífi íslendinga í Vesturheimi; enginn