Eimreiðin - 01.10.1928, Page 18
322
BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI eimreiðin
hefur þar verið skortur söguefna fremur en á íslandi. En
þess ber að minnast, að nær öll íslenzk skáld vestra hafa verið
menn óskólagengnir og átt ærnum öðrum störfum að gegna
en ritmenskunni. En það er alkunna, að skáldsagnaritun krefst
miklu meiri tíma og bókmentalegrar þekkingar en Ijóðagerð.
Auðvitað má segja hið sama um skáld á íslandi; ritstörfin
hafa fyrir flestum þeirra verið hjáverk ein, en það breytir
engu um afstöðu Islendinga vestra til bókmentalegrar iðju.
Ameríkumenn færa sér það löngum til málsbóta, þegar þeim er
borin á brýn bókmentafátækt eða lista, að þeir hafi verið svo
önnum kafnir við að nema og byggja landið og notfæra sér
auðlindir þess, að annað hafi orðið útundan. Ef svo er um
þá miklu þjóð, hvað þá um landa vora, fámenna og fátæka
brautryðjendur. Með þetta í hug skyldi bókmentasaga þeirra
lesin. Skulu nú nefndir hinir helztu skálsagnahöfundar íslenzkir
í Vesturheimi og lýst að nokkru ritum þeirra.
Fyrsta skáldsaga íslenzk rituð vestan hafs mun vera »Vonir«
Einars Hjörleifssonar (Kvaran), prentuð í Reykjavík 1890.
Skráði höfundur hana á Winnipegdögum sínum, og er hún glögS
mynd og litauðug úr íslenzku frumbyggjalífi í Winnipeg, lýs>r
eir.kar vel ferðalagi þeirra inn í fyrirheitna landið og komunni
til borgarinnar. Er frásagnarsnild Einars og sálarlífslýsingar
hans öllum kunnar.
En fleiri íslenzkir rithöfundar vestra gerðu sér þarlent líf
landa sinna eða annara að söguefni, enda lá það hendi næst.
Einn hinn fyrsti var Gunnsteinn EyjólfssonA) Hann var fæddur
á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá í Norður-Múlasýslu 1. apríl 1886.
Tíu ára að aldri fluttist hann með foreldrum sínum vestur um
haf, til Nýja-íslands, og ólst þar upp. Var hann þar bóndi
allan aldur sinn, en hann lézt, ekki hálf-fimtugur, á sjúkra-
húsi í Rochester í Minnesota, 3. marz 1910. Gunnsteinn var
maður gáfaður, óskólagenginn en prýðilega sjálfmentaður,
hann var og tónskáld gott sem kunnugt er.
Fyrsta skáldsaga Gunnsteins, »EIenóra«, kom út í Reykia-
vík 1894. Gerist hún meðal íslendinga í Winnipeg og er all-
1) Sjá um hann grein Qísla ]ónssonar: Gunnsteinn Eyjólfsson. E|IP
reiðin 1913, bls. 44—50.