Eimreiðin - 01.10.1928, Page 19
Eimreiðin BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI 323
hörð ádeila á hverskonar hræsni og skinhelgi, einkanlega í
trúmálum. Er mynd sú, sem höfundur bregður upp, æði ófögur,
hvort sem sönn er eða ekki. Hlaut sagan mjög misjafna
dóma, enda má sitthvað að henni finna; þó er hún fjörugt
rituð og málið sæmilega gott. Ef til vill má segja, að prédik-
unartónn höfundar dragi úr listgildi frásagnarinnar, en ljóster, að
hann hefur átt glögt auga og næmar tilfinningar. Aðra sögu
frumsamda, er »Tíund« nefnist, gaf Gunnsteinn út í Winnipeg
1905; er það gamansaga frá Nýja-Islandi, lipurlega samin og
fyndin. Fleiri sögur eftir hann,
flestar stuttar, birtust í íslenzkum
tímaritum, þar á meðal nokkrar
í »Eimreiðinni«. Ber mest á kýmni
' sögum þessum, en alvara er
undir niðri; eru sumar þeirra einkar
skemtilegar, t. d. »Hvernig ég yfir-
bugaði sveitarráðið«, er út kom í
mánaðarritinu »Svövu« 1897.
Kristján Ásgeir Benediktsson,')
er ritaði undir nafninu Snær Snæ-
land, fékst einnig talsvert við skáld-
sagnagerð. Hann fæddist að Ási í
Kelduhverfi í Norður-Þingeyjar-
sýslu, 23. ágúst 1860, útskrifaðist
af Möðruvallaskóla 1885, fluttist vestur tíu árum síðar. Vann
hann lengstum við blaðamensku og önnur ritstörf. Hann dó
15. dezember 1924.
Eftir Kristján kom út skáldsagan »Valið« í Winnipeg 1898..
Er hún ástasaga og gerist á íslandi norðanverðu, dágóð lýsing
3 íslenzku sveitalífi. Höfundur er þó eigi mikið tilþrifaskáld,
ryður engar nýjar brautir. En honum virðist hafa verið létt
UI« frásögn, og mál hans er yfirleitt eðlilegt og látlaust, en
ekki ávalt eins vandað og skyldi. Hugsanalífi persónanna er
* höflum eigi illa lýst. Hann hefur átt nokkra athuganagáfu.
Smásögur eftir Kristján voru einnig prentaðar í ýmsum tíma-
1) Sjá B. L. Baldvinsson: Kristján Ásgeir Benediktsson. Heimskringla
24- júní 1925.
Gunnsteinn Eyjólfsson.