Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Page 22

Eimreiðin - 01.10.1928, Page 22
326 BÓKMENTAIÐjA ÍSL. í VESTURHEIMI EIMREIDIN eigi eru við allra skap, en kynlegar og jafnvel kátlegar í háttum. Kann sumum að virðast þetta lýti á sögum hans. En margar eru mannlýsingarnar einkar glöggar; söguhetjurnar eru ljóslifandi. Ekki fer Magnús að jafnaði út í langar sálar- fræðislegar lýsingar á persónum sínum, enda hefur honum verið brugðið um skort á innsýn í sálarlíf manna. Hann fer að sið höfunda íslendingasagna og margra hinna eldri skáld- sagnahöfunda útlendra, lætur persónurnar lýsa sér í orðum sínum og athöfnum. Mun sú frásagnaraðferð enn reynast happasæl. Þá eru náttúrulýsingar Magnúsar oft fallegar, t. d. landslagslýsingar hans. Lífsskoðun höfundar er yfirleitt mjög aðlaðandi. Sögur hans eru þrungnar mannúðaranda og ást til hins góða og fagra, sumar söguhetjurnar göfgin sjálf. Loks er málið. Oftast nær er það látlaust og mjúkt og furðu hreint. Auðvitað eru sögur Magnúsar fjarri því að vera gallalausar. Lengri sögunum má finna það til foráttu, að viðburðarásin sé eigi ávalt nógu hröð. Höfundur er á köflum of orðmargur. Ekki æru atburðir þeir, sem lýst er, heldur altaf sem eðlilegastir; ýmissa öfga kennir þar. Hið auðuga ímyndunarafl skáldsins fer með hann í ógöngur. Stundum er söguþráðurinn líka æði slitróttur. Sögusvið höfundar er ekki allsjaldan draumheimur hans langt fyrir utan og ofan jörð vora. Skáldsögur Magnúsar eiga sögulegt eigi síður en bókmenta- legt gildi. Þar eru margar glöggar myndir úr lífi íslenzkra landnema fyrstu árin vestra. Eru þær dregnar með samúð þess manns, er skildi til fulls, hverjar þrautir og örðugleikar urðu á vegi frumbýlinganna. Má í þessu sambandi minna á þjóðrækni Magnúsar og ættjarðarást, hvorttveggja einkennir öll rit hans. Eigi mun það hafa verið tilviljun ein, að fyrsta sagan í »Sögur og kvæði« ber nafnið »íslendingurinn« og er um afrek Islendings. Flestar söguhetjur höfundar eru íslenzkar. Honum er ant um veg þjóðar sinnar, hann er íslenzkur inn í hjartarætur. Hverjum hleypur eigi kapp í kinn við að lesa »íslenzkt heljarmenni«, eða »íslenzkur ökumaður?« Er þsr sýnn metnaður Magnúsar fyrir þjóð sína, en engan kennir hann þjóðarrembing. Aðrar skáldsögur íslenzkar, sem mér er kunnugt um, að gefnar hafi verið út vestan hafs, eru þessar: »Dalurinn minn‘
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.