Eimreiðin - 01.10.1928, Side 26
330
BÓKMENTAIÐjA ÍSL. f VESTURHEIMI eimreiðin
t. d. »Hidden Fire« (Falinn eldur), er verðlaun hlaut og kom
út í fjölda blaða og tímarita í Kanada. En þjóðkunn varð frú
Salverson, fyrst, er út kom skáldsaga hennar »The Viking
Heart* (Víkingshjartað) 1923. Luku ritdómarar lofsorði miklu
á bókina, og á hún það yfirleitt skilið. Hún lýsir frumbyggja-
lífi Islendinga vestra með allmikilli glöggskygni og djúpri
samúð. Er efnið því hið hugnæmasta, eigi sízt íslenzkum les-
endum. Mannlýsingarnar eru einnig margar hverjar skírskornar
og málið lipurt, bregður þar fyrir skáldlegum myndum. Aðrar
skáldsögur höfundar, sem út hafa komið,
eru þessar: »When Sparrows Fall« (Er
hnígur fugl til foldar) 1925, og »The
Lord of the Silver-Dragon« (Foringi
silfur-drekans) 1927. Er sú saga um
Leif inn hepna. Frú Salverson er
einnig ljóðhög vel á enska tungu.
Bog: Bjarnarson hefur ritað smá-
sögur á ensku. Hin langbezta þeirra,
sem í mínar hendur hefur borist, er
»The Parson’s Dream« (Draumurprests-
ins), ágæta vel samin, enda var hún
nýlega endurprentuð í mjög merku
tímariti í Bandaríkjum, »The Golden
Book«, en það er einkar vandað að efni.
Þó að það sé í raun og veru utan vébanda ritgerðar þess-
arar, má minna á það, að sumir fslendingar vestra hafa ritað
í óbundnu máli ýmislegt það, sem eigi getur talist til fagur-
fræða, en bókmentabragur er á. Hér hafa klerkarnir staðið
framarlega og gera enn. Trúmálaforingjarnir föllnu, þeir séra
]ón Bjarnason og séra Friðrik Bergmann voru báðir einkar
hagir á mál og stíl og skráðu margt með sönnu bókmenta-
sniði, en engin þörf gerist að telja upp rit þeirra hér; þau
eru löngu víðkunn orðin. Af prestum íslenzkum vestra núlif'
andi, sem prýðilega eru ritfærir, má nefna séra Björn B.
)ónsson, séra Rögnvald Pétursson, séra Hjört Leo, séra
Jónas A. Sigurðsson, séra Guðmund Arnason, séra Ragnar
Kvaran og séra Guttorm Guttormsson. Eigi eru þó all'r
taldir, og leikmenn eiga einnig ýmsa mjög rithæfa menn i