Eimreiðin - 01.10.1928, Qupperneq 31
eimreiðin BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI
335
Þorskabítur á ljóðskáldsnafnið flestum öðrum betur skilið.
Hann er rímsnjall mjög, mál hans hreint og hreimmikið, og
þegar honum tekst upp, er hann bráðmælskur — og andríkur.
Samlíkingar hans eru glæsilegar, hann bregður upp myndum,
sem eru eins skýrar og meitlaðar væru í stein, en þó litauðgar.
Má benda á sum Islandskvæði hans, t. d. hið fyrsta í bók-
inni, »Island«. Onnur eru »Minni Borgarfjarðar«, »Gimli«,
sHalley’s halastjarna« og »Eiríksjökull«. 011 eru kvæði þessi
falleg og veruleg tilþrif í þeim.
Ekki er myndauðgi höfundar eða
tilfinningadýpt minni í sumum
vorkvæðum hans, t. d. »Vor-
morgni«, »Við vorkomu« og
»Vorkomu«; eru þau þýð eins
og vorblærinn sjálfur. Þorska-
bítur ann fegurð náttúrunnar
á láði og legi. Tækifæriskvæði
hefur hann ort mörg, misjöfn
sem við er að búast, en sum
eru prýðisgóð, t. d. ýms af erfi-
ljóðunum. Ádeiluskáld er hann
allmikið, lætur svipuna dynja á
lítilmensku allskonar og löstum.
Sjest þetta berlega í sumum
lengri kvæðum hans, svo sem
sSkrímslinu« og »Meinskygni« og víðar, en þó oftast í lausa-
vísum hans; eru þær mergjaðar margar hverjar, missa ekki
marksins og eru fullar af lífspeki. Svipar höfundi í þessu efni
M Steingríms Thorsteinssonar, er hann dáir mjög. Ljóð
Þorskabíts eru ramm-íslenzk að anda og efni, kennir þar
varla nokkurra erlendra áhrifa; stendur hann miklu nær hin-
um eldri íslenzku þjóðskáldum að yrkisefnum og meðferð
þeirra, enda er ást hans á íslandi og öllu íslenzku sterkur
þáttur í ljóðum hans. Enginn kreddumaður mun höfundur vera
1 trúarefnum (sbr. »Trúarjátning«); hneigist hann þar í frjáls-
r®ðisáttina.
Jón Runólfsson. Hann er fæddur í Gilsárteigi í Eiðaþinghá
1 Suður-Múlasýslu, 1. september 1861, og ólst upp þar í sveit..
Þorbjörn Bjarnarson
(Þorskabífur).