Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Side 35

Eimreiðin - 01.10.1928, Side 35
eimreiðin BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI 339 kvæði hans eru svo góð og vel kveðin, að skipa má honum meðal fremri Ijóðskáldanna íslenzku vestan hafs. Kristján Júlíus JónssonA) (K. N.) Hann er fæddur kring- um 1867 á Norðurlandi. Elst hann þar upp þar til hann fluttist vestur um haf, allungur, en þó vel stálpaður, sem sjá má af einu kvæða hans. Var hann um skeið í Winnipeg, en flutti sig svo í Mountainbygð í Norður-Dakóta og hefur lengst af átt þar heima síðan. Hann er óskólagenginn alþýðumaður og hefur haft ofan af fyrir sér með allskonar vinnu. K. N. (svo ritar hann sig jafnan) á sérstöðu meðal íslenzkra skálda vestan hafs. Þó sum þeirra eigi kýmni til, er hann hinn eini af þeim, sem kallast getur kýmni- og gamanská\á, og það er hann sannarlega. Svo ég viti til á hann ekki heldur sinn jafningja í gamankveðskap á íslandi nú. »Kviðl- ingar«, safn af vísum hans og gamankvæðum kom út í Winnipeg 1920; síðan hefur margt af svipuðu tæi birzt eftir hann í vikublöðunum vestra. Hann er meinfyndinn, en ekki illskældinn. Honum er mjög létt um að yrkja hvenær sem er, um alt og alla, hver sem í hlut á, og markið hittir hann venjulega svo syngur í. Hann er maður ölkær. Eru því vísur hans oft fórnir á altari vínguðsins, en bannlögin eru honum þyrnir í augum. Lausavísur hans eru þó löngum græskulaust gaman. Þær vekja fremur hlátur en þær valdi sársauka, svo eru þær hnittnar og orðhagar. Höfundur er því listamaður í sinni grein og ræktar reit sinn vel. Ekki allsjaldan er djúp alvara og sönn lífsspeki í stökum hans. Má einnig í sumum þeirra sjá þess vott, að ekki hefur lífið ávalt leikið við skáldið. Eru þar endurómar sárra vonbrigða. K. N. er fremur öllu öðru al- t>ýduskáld. Lausavísurnar láta honum bezt, en lengri kvæði miður. Sigurður Júlíus Jóhannesson.1 2) Hann fæddist að Læk í Olfusi 9. jan. 1868, útskrifaðist úr lærða skólanum í Reykjavík 1897, tók próf í forspjallsvísindum næsta ár, en fluttist til Vesturheims 1899. Fjárlaus braust hann með miklum dugnaði í framhaldsnámi og lauk læknaprófi í Chicago 1907. Hefur hann 1) Sjá um hann: Iðunn I 1915, bls. 177—185. 2) Sjá um hann: Óðinn VI. bls. 5—6; Lögberg 21. dez. 1911 og Heimir IV. bls. 82-84.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.