Eimreiðin - 01.10.1928, Side 35
eimreiðin BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI 339
kvæði hans eru svo góð og vel kveðin, að skipa má honum
meðal fremri Ijóðskáldanna íslenzku vestan hafs.
Kristján Júlíus JónssonA) (K. N.) Hann er fæddur kring-
um 1867 á Norðurlandi. Elst hann þar upp þar til hann
fluttist vestur um haf, allungur, en þó vel stálpaður, sem sjá
má af einu kvæða hans. Var hann um skeið í Winnipeg, en
flutti sig svo í Mountainbygð í Norður-Dakóta og hefur lengst
af átt þar heima síðan. Hann er óskólagenginn alþýðumaður
og hefur haft ofan af fyrir sér með allskonar vinnu.
K. N. (svo ritar hann sig jafnan) á sérstöðu meðal íslenzkra
skálda vestan hafs. Þó sum þeirra eigi kýmni til, er hann
hinn eini af þeim, sem kallast getur kýmni- og gamanská\á,
og það er hann sannarlega. Svo ég viti til á hann ekki
heldur sinn jafningja í gamankveðskap á íslandi nú. »Kviðl-
ingar«, safn af vísum hans og gamankvæðum kom út í
Winnipeg 1920; síðan hefur margt af svipuðu tæi birzt eftir
hann í vikublöðunum vestra. Hann er meinfyndinn, en ekki
illskældinn. Honum er mjög létt um að yrkja hvenær sem er,
um alt og alla, hver sem í hlut á, og markið hittir hann
venjulega svo syngur í. Hann er maður ölkær. Eru því vísur
hans oft fórnir á altari vínguðsins, en bannlögin eru honum
þyrnir í augum. Lausavísur hans eru þó löngum græskulaust
gaman. Þær vekja fremur hlátur en þær valdi sársauka, svo
eru þær hnittnar og orðhagar. Höfundur er því listamaður í sinni
grein og ræktar reit sinn vel. Ekki allsjaldan er djúp alvara
og sönn lífsspeki í stökum hans. Má einnig í sumum þeirra
sjá þess vott, að ekki hefur lífið ávalt leikið við skáldið. Eru
þar endurómar sárra vonbrigða. K. N. er fremur öllu öðru al-
t>ýduskáld. Lausavísurnar láta honum bezt, en lengri kvæði miður.
Sigurður Júlíus Jóhannesson.1 2) Hann fæddist að Læk í
Olfusi 9. jan. 1868, útskrifaðist úr lærða skólanum í Reykjavík
1897, tók próf í forspjallsvísindum næsta ár, en fluttist til
Vesturheims 1899. Fjárlaus braust hann með miklum dugnaði
í framhaldsnámi og lauk læknaprófi í Chicago 1907. Hefur hann
1) Sjá um hann: Iðunn I 1915, bls. 177—185.
2) Sjá um hann: Óðinn VI. bls. 5—6; Lögberg 21. dez. 1911 og
Heimir IV. bls. 82-84.