Eimreiðin - 01.10.1928, Page 36
340
BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI
EIMREIÐIN
síðan stundað læknisstörf og er nú búsettur í Winnipeg. Hann
hefur einnig fengist mikið við blaðamensku og önnur ritstörf.
Vms af fyrri kvæðum Sigurðar eru ort á íslandi. Árin
1900—1903 komu út fyrstu rit hans: »Sögur og kvæði«, í Winni-
peg. Eru þar í nokkur góð ljóð og tilfinningarík: »Sögunarkarl-
inn«, »Á gamlárskvöld, j>Hugsjón«, »Halta Finna« og »Guðs-
ríki«. Hagmælska höfundar er mikil, þó má sitthvað að búningi
sumra kvæðanna finna. En auðséð er, að skáldið hefur opið auga
fyrir ranglæti lífsins; mannúðar-
kendin er sterkur strengur í flest-
um kvæðunum. »Kvistir« Sigurð-
ar komu út í Reykjavík 1910. Er
þar gleggri mynd skáldsins. Auk
ljóða þeirra, sem fyr voru nefnd,
eru hér mörg kvæði vel ort og
sum mjög falleg: »Sumarósk«,
»Mús í gildru«, »1 leiðslu® og
»Mansöngur«. Talsverð tilþrif eru
í kvæðinu »Úr daglega lífinu«.
Þá eru sumar stökurnar prýðis-
góðar og þrungnar tilfinningu.
Enda hefur Sigurður verið kall-
aður tilfinningaskáld, og verður
því ekki neitað, að hann er það
mörgum íslenzkum skáldum
fremur. Undirstraumurinn í mjög
mörgum ljóðum hans er heit og djúp tilfinning. Henn sækir
oft yrkisefni sín beint í mannlífið sjálft. Hér er maður, sem
fundið hefur til þjóðfélagsböls samtíðar sinnar. Hræsni, órétt-
læti alt og hverskonar kúgun eiga ekkert griðland undir
eggjum hans. Olnbogabörn lífsins eiga góðan talsmann þar
sem Sigurður er. Skýrir þetta fylgi hans við jafnaðarstefnuna,
bindindi og vínbann og önnur mannúðarmál. Hann er eld-
heitur siðabóta- og byltingamaður. En í »Kvistum« eru auk
frumsömdu kvæðanna góðar þýðingar, t. d. »Börnin« eftir
Longfellow og hinn máttugi »Skyrtusöngur« eftir Thomas
Hood. En þetta er eftirtektarvert um Sigurð^Hann hefur
altaf verið að færast í aukana í ljóðum sínum. Á síðari árum
hafa komið út í blöðum og tímaritum vestra mörg ágæt
kvæði eftir hann, hiklaust sum hin allra beztu, sem hann
hefur ort, auðug að rímfegurð og djúpsæi. Einnig hafa á
þessum árum birzt ýmsar prýðisgóðar þýðingar eftir hann.
Niðurl. næst.