Eimreiðin - 01.10.1928, Page 43
ÍIMREIÐIN
LIFA LÁTNIR?
347
svo mjög var drotnandi á fyrri hluta síðustu aldar, hefur sí-
felt verið að grafa um sig. Sú afneitun var réttlætanleg á
þeim tíma, er mest bar á þeim flokki manna í söfnuðunum,
sem vanræktu þjóðfélagslegar skyldur sínar, en lifðu í eigin-
sjörnum hugsunum um sælu sjálfra sín hinu megin grafar. I
tvo síðustu mannsaldra höfum vér sífelt verið að fjarlægjast
þessa hugarstefnu og lagt alla áherzlu á það, að gera lífið
hér í heimi sem fýsilegast, en höfum ekkert eða lítið haft að
segja um annað líf. Inge dómprófastur hefur sagt, að verka-
'Tiannastéttin vilji ekki hlusta á neinn boðskap um annað líf.
Verkamenn telji, að verið sé að pretta þá um þessa heims
Sæði með því að vera að bjóða þeim ávísanir á banka ann-
ars heims, sem þeir efist stórlega um að verði innleystar þar.
Dómprófasturinn hefði gjarnan mátt segja svipað um allar
aðrar stéttir án þess að ýkja. Þær munu allar vera álíka
vantrúaðar á gildi slíkra ávísana. Prestastéttin á hér ekki meiri
sök en aðrir. Þessi hefur verið hinn ríkjandi andi undanfarið.
Bréfið, sem hér er um að ræða, er eitt merkið um hugar-
farsbreytingu í þessum efnum, og má hún vera mönnum fagn-
aðarefni. Menn eru nú farnir að spyrja, hvort fyrir hendi
sé nokkur áreiðanleg vissa um það, aö sálin lifi eftir líkams-
dauðann. Menn eru að vakna til meðvitundar um, að þetta
er margfalt mikilvægara atriði en nokkuð það, er snertir tím-
anleg gæði eingöngu.
Vissan er fyrir hendi, og hana má öðlast með tvennu móti.
pYrri leiðin er sú, að leita vísindalegra sannana, en hin síðari
°9 fullkomnari er sú, að leita andlegrar reynslu. Fyrri leiðin er
erfið. Til þess að hún sé fær, verður að kynna sér öll hin dulrænu
°9 þokukendu fyrirbrigði, sem er viðfangsefni sálarrannsókna-
^anna. Ég taía hér ekki um spíritisma, því að ég þekki lítið
VI hans. En ég hef ekki minstu löngun til að ráðast á rök
Spíritista sem sérstaks trúarflokks. Þeir eru að öllum líkind-
uni hvorki betri né verri en fólk gerist og gengur. En mér
koma þeir stundum svo fyrir sjónir sem þeir séu ekki nægi-
*e9a gagnrýnir á heimildir sínar fyrir sambandinu við fram-
I'ðna. Sálarrannsóknirnar fara fram á öðrum grundvelli. Þær
fást eingöngu við staðreyndir, hvort sem þær staðreyndir styðja
ölgátuna um annað líf eða ekki. Ég hef verið meðlimur Sálar-