Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Síða 50

Eimreiðin - 01.10.1928, Síða 50
354 LIFA LÁTNIR? EIMREIÐIN orði. I sínu tímanlega formi koma þessi verðmæti aðeins fram sem andstæður hins ósanna, ljóta og illa. En þau eru jákvæð verðmæti, og má vel vera, að starf vort í öðru lífi sé- meðal annars að læra að skilja til hlítar, hvaða þýðingu sann- leikur, fegurð og kærleikur hafi í tilveru, þar sem hvorki er villa né böl. Eg hef fært nokkrar ástæður fyrir því, hversvegna mér finst auðveldast að skýra fyrirbrigði þessa lífs út frá trúnni á ódauðleikann, og haldið mér eingöngu við skynsemisrök án þess að skírskota til dulvísi eða trúarreynslu kristins manns. En hvorttveggja þetta styður þau rök. Og trúin á ódauðleikann er meira en skynsamleg skýring á fyrirbrigðum lífsins. Hún hefur meira en nokkuð annað lyft anda mannsins upp úr viðjum lágra hvata og losað hann undan oki hins tímanlega,. opnað honum æðri og fegurri útsýn og látið hann eygja eilíff takmark í tilverunni. En af því að maðurinn hefur komist á slíkan sjónarhól er hann æðsta veran, ekki aðeins spyrjandi skepna, heldur sá aðili sköpunarverksins, sem er líkastur guði. Af því að maðurinn hefur komist á slíkan sjónarhól getur hann kvatt heiminn eins og riddarinn í helgisögninni: »Eg fer nú til föður míns, og þó að gangan hingað hafi verið erfið,. þá iðrast ég þess ekki nú, að ég lagði mikið á mig til þess að komast þangað sem ég stend. Sverð mitt færi ég þeim að gjöf, sem tekur við af mér á pílagrímsgöngunni, en hugrekki mitt og hyggjuvit gef ég þeim, sem getur veitt því viðtöku. Merki mín og örin öll flyt ég með mér því til sönnunar, að ég hafi barist í þjónustu hans, sem nú flytur mér launin«. . . . Þannig kvaddi riddarinn, en allar básúnur himnanna sungu honum til dýrðar, handan við hliðið mikla. V. Hér hafa nú verið rakin svör tveggja merkra guðfræðinga við spurningunni um framhald lífsins. Eins og lætur að líkindum,- komast þeir báðir að alt annari niðurstöðu í málinu en Sir Arihur Keith. Nú skal geta svara tveggja rithöfunda, sem ekki eru fulltrúar neinna vísinda, en ræða málið meira frá sjónarmiði almennings. Annar þeirra er hinn nafnkunni skáld-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.