Eimreiðin - 01.10.1928, Qupperneq 59
eimreidin
LIFA LÁTNIR?
363
sem heimilí er að draga af þeim gögnum. Það sem kemur
oss fyrir sjónir sem sjálfstæður einstaklingur, — hvort sem
það er nú maður, dýr eða jurt — er í raun og veru heild
efniseinda, sem vér teljum lífi gædda, vegna þess hvernig hún
hagar sér. Hún neytir fæðu, vex og eykur kyn sitt, gagnstætt
því sem á sér stað um aðrar efnisheildir, sem vér köllum
ólífrænar eða dauðar. Hin lífræna efnisheild er knúin ein-
hverju því afli, sem stjórnar henni og heldur henni uppi. Vér
vitum ekki hvert þetta afl er, en vér komumst ekki hjá að
viðurkenna það út frá sömu forsendunni og vér viðurkennum
efnið. Vér drögum ályktanir vorar um eðli þessa afls út frá
því, hvernig það kemur oss fyrir sjónir. Vér getum ekki skýrt
til hlítar, hvernig hugurinn eða andinn gengur í samband við
efnið, og ekki vitum vér heldur, hvað skeður um leið og
þessu sambandi lýkur. En vera má, að varanlegur meginþáttur
niannsins sé bólfastur í óskynjaðri tilveru, að vér séum altaf tengd
ljósvakanum í rúminu á einhvern óskiljanlegan og dularfullan
hátt og að jarðvist vor eða tími sá, sem vér erum búin jarð-
neskum tækjum holdslíkamans, sé tiltölulega hversdagslegur
kafli úr ferli vorum, eins og vér vitum með vissu, að hann
er skammvinnur. Það er þetta, sem sumir af oss eru farnir
að halda. Og sú skoðun gerir oss ásamt öðru fleiru auðveld-
ara að skilja, að það er ekkert undravert, þó að afla megi
sannana til styrktar því, að vér lifum áfram eftir að jarðneskri
tilveru vorri er lokið. Miklu erfiðara væri að ætla, að slíkar
sannanir væru ófáanlegar. Samband vort við efnið er sú ráð-
9áta, sem fyrst og fremst verður að skýra.
Það er erfið spurning og áleitin, hvað verði, þegar sambandi
líkama og sálar lýkur og vér höfum verið svift tækinu til að
9era þá vara við oss, sem enn eru klæddir holdinu. Sú spurn-
mS krefst lausnar hjá hverjum einasta manni. Það er engin
ástæða til að ætla, að persónuleiki hætti að vera til, þó að
^ann hætti að geta verkað á efnið. Hafi sami persónuleikinn
ah sér dvöl í ljósvakanum allan tímann, getur hann haldið
beirri dvöl áfram eins fullkomlega og nokkru sinni áður, þó
að hann geti ekki lengur haft áhrif á skynfæri vor og sé því
horfinn út fyrir skynsvið vort. Spurningin um það, hvort ein-
staklingurinn haldi áfram að lifa eftir sem áður, þó að hann