Eimreiðin - 01.10.1928, Síða 65
eimreiðin NOKKUR ORÐ UM STÖFUN 369
óverulegar, að ganga má að því vísu, að þeirri aðferð við
lestrarnám verði haldið áfram hér á landi. Enda mun hún
reynast miklu léttari, greiðari og fljótari til að læra að lesa
en hin aðferðin, er tíðkast mest í enskum heimi og mun
verða haldið þar, að minsta kosti meðan enskan er svo staf-
sett, að stöfun verður ekki komið við, er lestur er kendur.
Lestrarnám er upphaf alls bóklegs náms, undirstaða þess og
Srundvöllur. Blindur er bóklaus maður. An þess að læra að
lesa eða án þess að lesa verður tæplega nokkur maður fróður
eða vel að sér, nema hann hafi góðan kennara, er kenni
utan bókar. Sjálfmentun, sem margur Islendingur hefur orðið
ágætur fyrir, er ómöguleg án lestrar.
Það verður ekki vefengt, að miklu skiftir, að maður læri
að lesa, og læri það snemma og læri það þannig, að hann
hafi svo lítið fyrir því sem verða iná, en hafi jafnframt ánægju
af því að læra lesturinn, svo hann verði bókhneigður. Hverj-
um, sem lærir snemma og fljóft að lesa og verður vel læs,
verður alt bóklegt nám miklu léttara og ánægjulegra en ella.
Og eins er það títt, að unglingar, er gengið hefur seint og
erfiðlega að læra að lesa, fá þegar við lestrarnámið óbeit á
allri bóklegri fræði.
Nú heyrast kvartanir um, að mönnum í landinu hafi farið
aftur í lestri, menn séu ekki jafnvel læsir nú sem fyrrum. Að
því leyti sem slíkar kvartanir eru á rökum reistar, mun orsökin
vera sú, að kenslan á heimilunum í lestri sé lakari en var.
Víst er það, að mcrg heimili varpa áhvggju sinni á skólana í
þessu efni. Og þegar börn eru illa læs, er þau byrja að ginga
á skóla, þar sem mörg börn eru höfð saman í lestri, þá er
eðiilegt, að slíkum börnum gangi seint og erfitt að verða vel læs.
Eg ætla, að á lestrarkenslu ætti að byrja snemma eða jafnvel
begar barnið er 4—5 ára, ef það þá er orðið nokkurnveginn
skýrt talandi. En meðan barnið er svo ungt, má ekki leggja
ofmikið að því eða þreyta það eða koma leiðindum inn hjá
Því. Þar sem ég ólst upp, byrjuðu börnin að læra að lesa
^ 5 ára. Nú er orðið títt að draga lestrarkensluna þangað
barnið er 6—7 ára eða eldra. Mun þessi dráttur vera ein
af orsökunum til afturfara í lesfri.
Nú vil ég fara nokkrum orðum um, hvernig haga skuli
24