Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 73
EIMREIÐIN VIÐARKOL 377 leyti hagkvæmt. Þegar búið var að viða nægilega mikið, voru hríslurnar bornar saman, og þær smærri bundnar í bagga — baggaviður, — en þær stærri í langa ströngla, er drógust á hestinum, vissu stofnar upp en limið niður — dragnaviður. — Þurfti mikla vandvirkni og aðgæzlu við að búa svo um, að þessar klyfjar meiddu ekki hestinn að aftan eða væru honum til hindrunar í göngu, og þó sérstaklega, er fara þurfti yfir stórvötnin, oft þvert fyrir straum, með marga hesta undir þessum klyfjum. En styrkur, þol og lagni íslenzku hestanna sætir oft undrun. Það kom fyrir, að menn fengu all-mikla hrakninga í vötn- um þessum við að bjarga klyfjum, sem flutu af hestum, ef djúpt var eða hestar lentu í sandbleytu, en að öðru leyti urðu eigi slys við vatnaferðir þessar, þó ægilegar væru. Þá voru aldrei brend kol í skóginum. Hefur það varla verið gert al- nient eftir það, að rauðablástrarnir lögðust niður. Þó getur Brynjólfur Jónsson frá Minna Núpi þess í »íslenzkum Sagna- þáttum«, að Eiríkur bóndi í Haga í Gnúpverjahreppi, um fyrri hluta síðustu aldar, hafi gert til kola á þann hátt, að hann reif hríslurnar upp með rótum, dyngdi þeim niðui í iarðfall, bar svo eld að og brendi þannig kolin. Ólíklegt er, að hann hafi fundið upp þessa aðferð. Hitt er líklegra, að hann hafi vitað þetta gert áður; eða eitthvað líkt því; er þá vel skiljanlegt, hversu hraðfara eyðing skóganna og uppblástur landsins hlaut að verða. Eftir að komið var úr skógi, var það haft að hjáverkum, er annað nauðsynlegra var eigi til að starfa, að kvista viðinn þannig, að allir angar og lim var höggvið af hríslunum, að þeim undanskildum, er ætlaðar voru til að skýla heyjum með. Limið var haff' til eldiviðarð) einkum til að svíða við svið °9 hita við kaffiketilinn í smiðjum, er það þurfti að gera fljótt, °9 annað var yfir hlóðum í eldhúsinu (þá þektust eigi hita- vélarnar). Einnig var limið haft í sópla til að sópa með inn- anhúsa og í heygörðum, og til aðstoðar við barnauppeldið. Síðan var viðurinn greindur sundur. Það stærsta var haft til I) I fornöld hefur eingöngu veriö notaður viður til eldsneytis, sézt það loslega af því, að enn í dag er allskonar eldsneyti nefnt eldiviður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.