Eimreiðin - 01.10.1928, Qupperneq 80
384
RÍKIÐ OG BÆKURNAR
EIMREIÐIN
lindir«, »vítt útsýni*, eða flíkað er gatslitnum orðum um
»ræktun þjóðarinnar«, »lífsblóð sjálfsmentunarinnar* og »þjóðar-
sálina® og svo slett ofan á alt saman nokkrum almennum
hnjóðsyrðum um mentunarleysi og manndómsskort Islendinga.
En til þess að geta rætt málin að gagni, er nauðsynlegt að
kunna skýr skil á ríkisforlagstillögunni og rökum hennar frá
sjónarmiði tillögumannanna sjálfra. Mér skilst, að þeim sé
mergurinn málsins þessi:
Bókaútgefendur eru næstum úr sögunni. í höfuðstað landsins
er ekkert bókaforlag til. Bókaverðið er óhæfilega hátt og
bókavalið lítið og lélegt, einkum þýðingar, enda eru Islendingar
til þess óhæfari en aðrar læsar þjóðir að njóta fagurra bók-
menta. Þeir hafa yfirleitt lítið vit á skáldskap, nema helzt á
ferskeytlum. Þeir eru sljóir fyrir andlegum verðmætum, og
íslenzk hrifning hefur aldrei verið voldugt og ofsafengið fyrir-
brigði. Sérkennilegustu og verðmætustu einkenni íslenzkrar
menningar er sjálfsmentun alþýðunnar, lýðmentun sveitanna.
En þessari menningu er alvarleg hætta búin af ýmsum losara-
brag aldarfarsins. Hættunni verður bezt afstýrt og kjarni
alþýðumenningarinnar bezt efldur með aukinni útgáfu alþýð-
legra bóka, og þá útgáfu þarf ríkið sjálft að taka að sér og
setja upp öflugt bókaforlag.
Svo mörg eru þau orð. Þeir Sigurður Nordal og Kristján
Alberlson leggja að vísu mismikla áherzlu á ýmislegt af þessu
og virðast jafnvel ósammála um sumt, en eru ásáttir unr
niðurstöðuna, nauðsynina á ríkisreknu forlagi. Margt af því,
sem þeir hafa sagt í greinum sínum, kemur bókaútgáfunni
mjög lítið við. En hinsvegar hafa þeir gengið fram hjá mörgu
því, sem mestu varðar, og sagt villandi frá sumu eða alger-
lega rangt.
Hr. Kristján Albertson segir t. d., að í höfuðstað landsins
sé ekkert bókaforlag til. Bókaútgefendurnir eru ósköp rólega
þurkaðir út úr tilverunni. Þeir eru ekki til. Fullyrðingin er
fjarstæða. Að vísu hafa til skamms tíma ekki verið nema tvö
forlög í Reykjavík, sem hafa svo að segja eingöngu fengis*
við bókaútgáfu og bóksölu (forlög Sigurðar Kristjánssonar og
Þorsteins Gíslasonar). Aðrar bókaverzlanir hafa jafnframt eða
aðallega verzlað með pappír, ritföng o. þ. h. vegna þess, hve
bókamarkaðurinn hefur verið lítill. En svona er þetta um öH
lönd. Hitt er annað mál, að jafnframt forlagsstarfseminni fer
hér, eins og víðast annarsstaðar, fram ýmiskonar útgáfufúsk,
og sumu af því hefur hr. Kristján Albertson lýst réttilega-
Engin tök eru á því að rekja hér sögu íslenzkrar bókaútgáfu-
Því fer fjarri, að hún hafi einlægt verið sigursaga. En þay
er staðreynd, að bókakostur hefur stórum aukist og batnað a