Eimreiðin - 01.10.1928, Síða 81
eimreiðin
RÍKIÐ OQ BÆKURNAR
385
síðustu áratugum. Það mun sýna sig síðar enn betur en
orðið er, hvern þátt blaðamenn og bókaútgefendur hafa átt í
efnalegri og andlegri endurreisn þjóðarinnar.
Það er ennfremur alveg ósannað mál hjá stuðningsmönnum
ríkisforlagsins, að bóhaverð einkaforlaganna sé of hátt, en að
því kem ég síðar. En áður en Iengra er farið er rélt að
athuga þær umbúðir, sem þeir Sigurður Nordal og Kristján
Albertson hafa sveipað um útgáfutillögur sínar.
Dæmið, sem hr. Kristján Albertson velur sér til þess að
leggja útaf, þegar hann vijl sanna mentunarleysi, andlegan
sljóleik og hrifningarskort Islendinga, er nokkuð langsótt og
seinheppilegt. Það er frásögn Strakhofs um ræðu Dostojewskis
á minningarhátíð Puschkins í Moskva 1880. Því er lýst, hvernig
áheyrendurnir urðu gagnteknir hrifningu og föðmuðu og kystu
Dostojewski. Svo er það undirstrikað, að Islendingar eigi
eagra slíkra atburða að minnast, enda sé íslenzkt skaplyndi
tómlátt, orðfátt og ástríðulítið og ónæmt á fegurð og andríki.
Það getur legið milli hluta hér, að sjalfsagt er þessi Puschkin-
hátíð Rússum ekki merkilegri en t. d. þjóðfundurinn íslend-
'figum, nema síður sé, og vekur þeim ekki meiri hrifningu,
eða vakti. En sagan um hátíðina er dálítið lengri en Kristján
Albertson segir hana. Um þær mundir sem hún fór fram var
Leo Tolstoy staddur í Moskva. En áður en hún hófst fór
hann úr bænum. Hann vildi þar hvergi koma nærri að heiðra
Puschkin og ekki hlusta á skáldbróður sinn. Svona var hrifn-
■nsin »voldugt og ofsafengið fyrirbrigði® hjá honum. Mitt í
heimsmenningu »hinna beztu og,göfugustu anda* var hann
andlaus og ástríðulaus eins og Islendingur. Og alt um það
Kvað Tolstoy hafa verið merkur maður. Sagan um Dostojewski
sjálfan er líka lengri en Kristján Albertson segir hana. Hvernig
|ór hans eigin miljónaþjóð að því að sýna honum »algleymis-
‘ögnuð« sinn? Hverskonar »ilmandi land« fékk hún honum
‘Yrir »fagnaðarerindi listar« hans? Jú, hann var gerður útlægur
°9 sendur í þrældóm til Síberíu um langt skeið. Dæmið
skiftir í sjálfu sér ekki miklu máli. En það upplýsir merkilegt
ekiði, sem Kristján Albertson hefur gengið fram hjá.'f Þegar
■^enn fara að sjá heimsmenninguna nálægt sér, koma menn
°it auga á allskonar útkjálkaskap og mentunarleysi, sem kallað
®r> þegar það birtist norður á íslandi. En jafnframt kemur
Pað fyrir, að út í »örvan og magnan fjöl,mennisins« í víðáttu
heimsmenningarinnar, þar sem menn sjá ísland í fjarska, situr
lolk og dreymir norður í hina merkilegu menningu fámennisins.
Norður á íslandi er skrifað með gjálfurskendri hrifningu um
russneskar bókmentir, sem að vísu urðu merkilegar. En austur
25