Eimreiðin - 01.10.1928, Side 89
eimreidin
RÍKIÐ OQ BÆKURNAR
393
lagi« Björns Kristjánssonar. Dæmin mætti margfalda. Það
sýnir sig undir eins í greinum Kristjáns Albertson sjálfs, svo
sem enn verður rakið, að ekki eru horfur á því, að ríkisfor-
lag sjái öðrum forlögum betur fyrir frjálslyndi eða fjölbreytni
andlegs lífs.
I skrifum Kristjáns Albertson eru ýms dæmi þess, hvílíkt
baðstofuhjal getur orðið úr umræðunum um þessi efni, sva
sem þegar, hann talar um það, að koma »skipulagi á æðra
mentalíf«. I orðinu skipulag er fólgin merkileg hugsun. En fá
orð hafa verið misnotuð eins og misskilin hér á síðkastið.
Skúmar og skraffinnar hafa gert úr því meiningarlaust og
mærðarvæmið slagorð, sem þeir slöngva í kringum sig í tíma
og ótíma. Eiginlega er ómögulegt að grípa þá hugsun,
sem kynni að vera fólgin í því að »koma skipulagi á æðra
mentalíf«. Það er hægt að koma skipulagi á eitthvert tiltekið
starf eða stofnun, t. d. á verksmiðjurekstur, skipaferðir, styrk-
veitingar, háskólahald o. fl. En þegar þetta er notað frá
almennu sjónarmiði um alt og ekkert, verður aðeins úr því
innantómt orðatiltæki. Svo er alt ekki fengið með skipulaginu
einu — það er hægt að koma »skipulagi« á útbreiðslu
jyginnar og heimskunnar — heldur með skynsamlegu skipulagi
* heppilegum tilgangi.
En hverskonar »skipuiagi« mundi ríkisforlag koma á bóka-
útgáfu eða »æðra mentalif í landinu*. Því er að vísu ætlað
sö gefa út bækur, sem »bera af að andríki og snild«, og því
á að vera stjórnað af »fremstu menningarfrömuðum þjóðar-
•nnar«. En það kemur fljótlega í Ijós, að þetta er alt mjög
laust í reipunum og tillögumaðurinn sjálfur í stökustu vandræðum
nieð málið. Ríkisforlagið á t. d. að gefa út leikrit og sögur
Guðmundar Kamban og Einars H. Kvaran, en ekki nema
»beztu« bækur ]óns Trausta og Gunnars Gunnarssonar. Hvað
veldur því, að forlagið á að gefa. út óvaldar bækur Kambans,
®n þarf að vinsa úr bókum Gunnars? Hvaða bók er góð eða
oezt? Við hvað á Kristján Alberfson, þegar hann notar þessí
°rð? Hefur hann fundið einhverjar algildar matsreglur, sem
Seri það líklegt, að ríkisforlaginu takist betur en öðrum for-
lögum að meta höfunda og verk?
Nokkur dæmi tekin af handahófi skýra málið. Útlendur
Prófessor hefur skrifað bók um það, að Njála sé bæði leiðin-
e9t og heimskulegt rit. Leo Tolstoy hefur samið bók um það,
aö Shakespeare sé leiðinlegur og fánýtur höfundur. Svona
verkaði »fagnaðarerindi listarinnar« á þá! Þórbergur Þórðar-
son segir, að Goethe sé ómerkilegur rithöfundur, og að Passíu-
salmarnir séu leirburður. Kristján Albertson hefur skrifað
°fgerð um Vefarann mikla frá Kasmír og telur hann snildar-