Eimreiðin - 01.10.1928, Qupperneq 93
eimreiðin
RÍKIÐ OQ BÆKURNAR
397
séð um útgáfuna. Útgáfukostnaðurinn mun bafa orðið c: 5000
J<r., en ritlaunin 1900 kr. Sagt er, að af bókinni hafi selst
sí hæsta lagi 100 eintök«, eða fyrir c: 1000 kr. »Rikis-
forlagið« hefði því átt að tapa á bókinni c: 6000 kr. Það
væri fróðlegt að vita um fleiri þessa reikninga nákvæmlega,
og þeir geta varla verið neitt leyndarmál. Þeir gætu ef til vill
orðið einhverri veikri sál leiðbeining veruleikans til þekkingar
á »hugsjóninni« um ríkisforlag. Þeir gætu máske varpað ljósi
á »stærsta viðfangsefni stjórnmála vorra«, þegar farið verður
að koma hinu »stórgóða« »skipulagi á æðra mentalíf«. Hvað
oiundi t. d. Sálmasaga Páls Eggerts Olasonar hafa kostað, og
hversu mikilli útbreiðslu skyldi hún hafa náð, hversu mikil
tekjulind skyldi hún hafa orðið ríkissjóði?
Sjálfsagt mætti skrifa fróðlegan pistil um þessar háskóla-
átgáfur og »þjóðarsálina«. En ég tek það aftur skýrt fram,
að ég felli enga dóma um gildi bókanna, eða um nöfundana
eða fjárveitingarnar. Háskólanum á að unna alls góðs. Ég
hef aðeins nefnt þessar bækur sem hlutlaust dæmi um opin-
^era útgáfustarfsemi. Því það er áreiðanlega vert nokkurrar
aJhygli, að fremur smávaxið ríkisforlag, sem ýmsir beztu og
bjóðkunnustu fræðimennirnir hafa verið viðriðnir, skuli á fáum
árum hafa tapað á ritum þeirra 30 — 40 þúsund krónum. Það
er ekki einskisvert atriði um það samband alþýðumenningar-
’nnar og bókaútgáfunnar, sem Sigurði Nordal verður svo
h’ðrætt um, ef einhver bezta bók sjálfs hans, — sem hann
Se9ist skrifa beinlínis fyrir þessa alþýðumenningu, — fær ekki
nema 100—200 kaupendur og er gefin út með stórtapi. Sjálf-
saQt sýna aðrar bækur Sigurðar Nordal betri árangur. En þá
getur vaknað spurning um það, hvernig á því standi, að ein-
jyitt sú bókin, sem ríkið gaf út, skuli hafa mistekist, en ekki
ninar. Alt kemur þetta til álita hjá hverjum þeim, sem sam-
v,zkusamlega vill prófa tillöguna um ríkisforlag. Ekkert af því
^ffilir með henni.
Ríkisrekstur andlegs lífs hefur altaf verið mesta vandræða-
^iál þjóðnýtingarinnar. Allur þorri jafnaðarmanna er nú þeirrar
skoðunar, að slík þjóðnýting væri ekki æskileg, þótt hún væri
ranikvæmanleg. Jafnvel þar sem ríkisforlagsrekstur hefur verið
reyndur í stórum stíl, á kommúnistiskum grundvelli, hefur
Venð horfið frá honum aftur. Það hefur sjaldan eða aldrei
reynst affarasælt, ef andlegt líf hefur sveigst einstrengislega
Undir yfirráð kirkju eða ríkis. Það mundi leiða umræðurnar
langt frá hinu praktiska úrlausnarefni að reyna að ræða
Pau mál að nokkuru ráði. En drepa má á það rétt aðeins,
a meðal þeirra afskifta, sem »hið opinbera«, í nafni auð-