Eimreiðin - 01.10.1928, Síða 96
400
RÍKIÐ OQ BÆKURNAR
EIMREIÐIN
af trú sinni á íslenzka framtíð. En það er nauðsynlegt að
skoða þelta alt með skynsemi, áhugasamri og staifandi skynsemi.
Þjóðin lifir ekki á bókmentum einum saman. Þær geta verið
ómetanlegur fjársjóður. En bókmentaboðskapur þeirra Sigurðar
Nordal og Hristjáns Albertson er ekki eintóm hollusta. For-
mælendum ríkisforlagsins hefur skjöplast nokkuð í því að meta
aðslöðu bókmentanna í þjóðlífinu. Myndlist og tónlist og ýms
vísindi verða útundan. Þá skortir nokkurn skilning á efnaleg-
um grundvelli andlegs lífs. Það er sem sé ekki viljaleysið
eitt, sem hamlað hefur viðgangi þess hér, en einnig mátlleysið.
Islenzkt fámenni og íslenzk fátækt hefur oft skorið íslenzkri
menningu þrengri stakk en æskilegt hefði verið. A því hefur
bókaútgáfan fengið að kenna. Hún liggur milli steins og sleggju.
Annarsvegar háir henni hátt pappírsverð, hár prentkostnaður
og há sölulaun. Hinsvegar á hún oft við að stríða litla kaup-
getu og lélegan kaupvilja á þröngum markaði. Oft er það
svo, að þeir sem harðast verða úti í bókaútgáfunni eru útgef-
andinn og rithöfundurinn. Kjör rithöfunda og listamanna eru
alþjóðlegt vandamál. Rikisforlagið ræður ekki fram úr því,
fremur en það ræður fram úr hinu, að gera bókakostinn fjöl-
breyttari og meiri. Hin upphaflega þýðingatillaga Sigurðar
Nordal var skynsamlegri en ríkisforlagstiilaga Kristjáns AlberÞ
son. En betri en þær báðar er öflug og frjáls útgáfustarfsemi.
Ef áhugasömustu forlögin nytu svipaðrar aðstöðu og fræða-
félögin, eða þingtíðindin, ef greidd yrði gata þeirra, eins og
annara þjóðþrifafyrirtækja, að þolanlegu rekstursfé, mundi fyrir
minni útlát fást meiri árangur en af nokkru ríkisforlagi. Ríkið
gæti trygt sér þá íhlutun, sem því ber með sanngirni, á affara-
sælii hátt en með því að stofna dýrt og umfangsmikið og
hæpið ríkisforlag, en andlegt frelsi, frjósemi og fjölbreyfni
þjóðlifsins yrði betur trygð. Formælendum ríkisforlagsins hefur
sézt yfir þetta. En það er ekki nóg að vaða »æstetiskan«
elginn í vanþekkingu á hinum praktisku hliðum viðfangsefnis-
ins. Það er samvinna hugsjónanna og veruleikans, sem skapar
verðmæti þjóðlífsins. Rikisforlagsdeilurnar eru í sjalfu sér ekkt
þungamiðja þessa máls. Hún er efling menningarinnar. Rikis-
forlagið var aðeins einn möguleiki til eflingar á einum þ®tt|
þjóðlifsins. En það sýnir sig æ betur, að sá kostur er ekkt
aðgengilegur eða affarasæll. Um meðmælaskrifin með ríkts-
forlaginu á það við, að það sem er rélt, er ekki nýtt, en þ.að
sem er nýtt, er ekki rétt.
Vilhjálmur Þ. Gíslason.