Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 29
EIMREIÐIN
Flakk.
Eftir Odd Oddsson.
Frá fornöld hefur verið hér á landi fleira eða færra fólk,
sem hefur gert flakk að lífsstarfi sínu að meira eða minna
leyti. Var fólk þetta á sífeldu rölti manna á milli um stærri
eða smærri svæði af landinu, bað ýmist um gjafir eða settist
að á heimilunum eins og því sýndist, í fleiri nætur í senn, og
níddist þannig á gestrisni manna. Þetta varð á fyrri tímum
mesta plága, eins og mörg rit sýna, enda voru samin býsna
ströng lög til þess að hefta flakkið, en erfitt veitti að afnema
það, einkum vegna þess, að menn voru neyddir til að heim-
>la, og jafnvel Iögbjóða, sérstökum þurfamönnum að flakka,
þeim til framfærslu, um tiltekin svæði. Þegar óvenju mikil
harðindi, eldgos eða fiskileysi orsökuðu óviðráðanlegan bjargar-
skort í einhverjum hluta landsins, varð fólk þaðan beinlínis
neytt til að flakka, þangað til hallærinu létti eða það gat
framfært sig í öðrum héruðum.
Þegar komið var fram á síðastliðna öld, voru hinir eigin-
legu flakkarar ekki aðrir en »iðjulausir húsgangsmenn og
betlarar*, sem ekki nentu að vera í vistum eða hlupu úr
vistum jafnskjótt og þeir voru neyddir til að vista sig. Að
v>su var þá flakkið óheimilt, undir flestum kringumstæðum,
°3 lágu við hýðingar og ærumissir, en almenningur leið það
nú samt, og flökkufólki var að jafnaði svo vel tekið, að flakk-
ararnir, sem kölluðu flakkið ról, höfðu það að orðtaki sín á
milli; »Það má vera góð vist, ef hún er á við rólið*.
Þegar ég man fyrst (um 1875), kom oft flökkufólk og
betlarar á heimili föður míns. Flest var það innansýslufólk,
°S margt af því gerði sér eitthvað til erindis, svo sem gamlar
honur, er komu á vorin um fráfærurnar úr héruðum þar sem
me/gras óx. Rifu þær upp rætur melsins, hreinsuðu þær og
færðu húsmæðrum á efnaðri heimilum dálitla busku af þess-
um rótatæjum, sem voru þá ómissandi við þvott mjólkuríláta,
°3 til þess að sía rjómann, því þá voru útlend »sigti« sjald-