Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 44
252 JAN UMB eimreiðin' alt, ógnir og furðuverk. Við drengirnir mændum stöðugt þangað út. Og þarna úti í kófinu sást alt í einu skip með gauðrifnum, slapandi seglum, sem rambaði áfram eins og drukkinn maður. Það var rússnesk skúta. Þær sigldu stöku sinnum fram hjá ströndinni heima, á leið út í heim, fermdar viði eða tjöru. Við drengirnir þektum þær vel. Annars sigldu þær fram hjá lengst úti í sjóndeildarhring líkastar hugboði. Þetta var sú fyrsta, sem leitaði lands, og það kom ekki til af góðu. Það var ískyggilegt að sjá bylgjurnar hampa skútunni þarna úti og sjóina ríða yfir hana hvern af öðrum. Sjómenn vorir hættu sér út og leiddu hana í höfn. Við strákarnir vorum niðri við höfn, þegar alklökuð skútan lagði að landi og farið var að bera skipshöfnina í land. Fyrst var komið með skipsdrenginn, krangalegan piltung seytján eða átján vetra gamlan; hann hét ]an Umb eða eitthvað á þá leið. Það var hann, sem hafði stýrt skútunni. Hann hafði reyrt sig við stýrishjólið, til þess að honum skyldi ekki skola fyrir borð. Þegar búið var að leysa hann, gat hann ekki staðið — það var kominn blástur í fæturna á honum. Síðan var stýrimaður- inn borinn í land. Hann var tórandi, en víða særður hníf- stungum. Skipstjóri og hinir skipverjarnir voru dauðir og beinfreðnir. A höfðum þeirra voru svöðusár. Hafið færði litlu eyjunni okkar svo margt hryllilegt, einkum á veturna, en aldrei hafði svona skelfilegur atburður dunið vfir afskekta fiskibæinn, þar sem ég ólst upp. Réttarprófin urðu að heilum sorgarleik, grimmúðugum eins og fornaldar- sögu, þar sem skipsdrengurinn, ]an Umb, var höfuðpaurinn. Hann hafði verið á skútunni í tvö ár, og allir skipverjar höfðu haft hann að bitbeini. Sú kynslóð, sem nú er að alast upp, skilur þetta ekki sem betur fer. í þá daga misþyrmdu þeir uppkomnu piltum, sem þeim voru fengnir til náms eða vinnu, af hryllilegri grimd. Það var látið heita svo, að það ætti að herða þá, og undir því yfirskyni var níðst á áhuga- semi þeirra, trúgirni, bljúgu geði og veikum kröftum. Nú á dögum vernda uppkomnu verkamennirnir náms- og vikapilta. ]afnaðarstefnan hefur meðal annars komið því til leiðar. I þá daga réðu barnakvalarar lögum og lofum, og það var eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.