Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 66
274
NUNNAN
EIMRcimN
hugðist ná henni fljótlega. En heila klukkustund var leitað
árangurslaust, unz riddararnir sneru við og riðu hægt og í
illu skapi í gegnum beykiskóginn án þess nú að staðnæmast
í rjóðrinu. En þegar Beatrix sá úr felustað sínum, að öllu var
óhætt á veginum, kom hún fram úr fylgsni sínu og flýtti sér
heim á leið sem fætur toguðu.
Þenna sama dag hafði Wonnebold setið heima og tekið út
sárar kvalir af iðrun og söknuði. Um leið og honum varð
Ijóst, hve mjög hann hafði smánað sjálfan sig í augum hennar,
sem hann elskaði, en hafði af léttúð og gáleysi kastað út á
hjarnið, fann hann einnig nú fyrst, hve innilega hann hafði
elskað hana og virt, og að hann gæti ekki án hennar lifað-
Þegar hún svo stóð alt í einu frammi fyrir honum, breiddi
hann út faðminn móti henni, áður en hann gat komið upp
nokkru orði til þess að láta undrun sína í Ijós, en hún féll
um háls honum án þess að mæla nokkurt ásökunar- eða
æðruorð. Hann hló dátt, þegar hún skýrði honum frá kænsku
sinni, og honum varð mikið um, hve mikla trúfesti hún hafði
sýnt, því baróninn var mjög álitlegur og fallegur maður.
Til þess því, að ekki skyldu fleiri vandræði af hljótast en
orðin voru, gerði hann Beatrix hina fögru að lögmætri eigin-
konu sinni í viðurvist allra hölda og landseta sinna, svo að
frá þeirri stundu naut hún fullrar virðingar sem aðalsfrú 08
skipaði þá stöðu, er henni bar, hvort sem var við veiðar,
veizlur og danzleiki eða í kofum landsetanna og kór kirkj-
unnar, þar sem fjölskyldan átti fast tignarsæti.
Arin liðu með breytingum sínum og byltingum, og á tólf
frjósömum sumrum ól hún eiginmanni sínum átta sonu, sem
ólust upp og döfnuðu eins og ungir hirtir í skógi.
Haustnótt eina, er sá elsti var átján ára, stóð hún upp af
beði sínum við hlið Wonnebolds, án þess hann yrði þess var,
braut vandlega saman skartklæði sín og lagði þau í sömu
dragkisturnar sern þau höfðu verið tekin úr, lokaði svo kist-
unum og lagði lyklana við hlið manni sínum sofandi. Því næst
gekk hún berfætt að rúmum sona sinna og kysti þá léttum
kossi, hvern á fætur öðrum. Seinast gekk hún aftur að rúmi
manns síns og kysti hann einnig. Þá fyrst er hún hafði lokið
þessu, klipti hún af sér sítt og mikið hárið, klæddist svörtu