Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 79
ÆIMREIÐIN
EUGENE O’NEILL
287
Dion er andstæða Drowns í öllu. Hann kann ekki að fara
°ieð þessa heims gæði, hann er slarkari og drekkur sjálfan
s>9 og fjölskyldu sína út á húsganginn. En hann hefur það
sem Brown vantar: hylli kvenna og skapandi ímyndunarafl.
Hann er lifandi maður.
En Dion er ekki allur þar sem hann er séður. Hann ber
Srimu, harða, ögrandi og spottandi. Slark hans og spott er
Partur af þessari grímu, sem lífið hefur neytt hann til að bera.
f insta eðli sínu, grímulaus, er Dion meyrlyndur sem barn,
°9 einmitt þessi mikla viðkvæmni hans hefur neytt hann til
taka upp grímuna, til að standa af sér ómjúkl hnjask
heimsins. — Sjálfur segir Brown frá því á deyjanda degi:
*Einu sinni, þegar ég var fjögra ára gamall, læddist drengur
að baki mér, þar sem ég var að draga mynd í sandinn, sem
hann gat ekki dregið, og sló mig í höfuðið með priki, skemdi
•ayndina mína og hló þegar ég grét. Ég grét ekki ekki yfir
twí, sem hann hafði gert mér, heldur yfir honum. Ég hafði
elskað hann og treyst honum, en nú var gæzka guðs alt í
einu ósönnuð í honum, en vonska og ranglæti mannanna
f®dd í heiminn. Allir kölluðu mig hljóðabelg, svo ég þagnaði
fulls og gerði mér grímu vonda drengsins, Pan, til þess
að lifa í henni og gera uppreist gegn guði hins drengsins,
°3 vernda mig gegn grimd hans. Og hinn drengurinn skamm-
aðist sín í laumi, en gat ekki viðurkent það, og frá þeirri
sfundu óx hann upp sem góður drengur, góður vinur, hinn
-9óði maður, William Brown!*
Þetta er lykillinn að leiknum. Þessir ólíku menn dragast
hvor að öðrum og hrinda þó hvor öðrum frá sér. Brown er
9óður og göfuglyndur á yfirborðinu, en undir niðri berst öf-
Ur|d, jafnvel hatur, við aðdáun, jafnvel ást, á Dion sökum
Vfirburða hans.
Leikurinn hefst á því, að Brown biður Margaretar, en hún
að honum og hugsar upphátt um Dion, sem hún elskar.
En hér hefst harmleikurinn: hún elskar grímu Dions: hinn
rijarfa ófyrirleitna ungling. Hinn sanna Dion hefur hún ekki
Seð, og þegar Dion biður hennar og tekur af sér grímuna,
hrekkur hún frá í ofboði og vill ekki sjá hann. í samræmi
v‘ð insta eðli sitt ætti Dion því að hætta við bónorðið, en