Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 27

Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 27
eimreiðin ÞVZK SKÁLD 235 komlega tekið svari lífsins, því að hann veit, að dauðinn einn aerir það dýrðlegt. Og í ritgerð um Goethe og Tolstoj (Bemiihungen) gerir hann í raun og veru heilbrigði og sjúk- dóm jafn hátt undir höfði. Sjúkdómurinn táknar aðgreining, fráhvarf frá náttúrunni. En reyndar finst honum spurning, hvort maðurinn sé ekki því sannari maður, því sjálfstæðari, því óháðari sem hann er náttúrunni — því sjúkari sem hann er. Thomas Mann hefur reynt að koma á sáttum milli borgara og skálds. I Königliche Hoheit skapaði hann persónu með réttum hlutföllum lífs og listar. Konungurinn, sem er sömu örlögum háður og skáldið, vinnur í sögulok ást konu, sem er ímynd Iífsins. Hátignin og ástin fallast í faðma og eiga til samans að skapa hamingjuna. Vmsir meta þessa sögu mjög mikils, telja Thomas Mann þar hafa skapað klassiskt verk. En sjálfur hefur hann farið hörðum orðum um hana, nefnt hana ósanna, hugsanavef, leik með listina, en ekki líf. A stöku stöðum öðrum (einkum í Der Zauberberg) hefur hann viljað sýna mönnum inn í »þriðja ríkið«. En eðli sínu samkvæmt hlýtur hann jafnan að vera skiftur. Hann er of gagnrýnn, íhugull, efasemdafullur, of mikill maður síns tíma til þess að geta brugðið upp ákveðinni hugsjón, skapað fyrirmyndar menn. Til þess skortir hann einnig um of anda hrifningar. Hann komst einna næst því í Tonio Kröger með Hans og Ingeborg. En samt — skáldið sér um, að þau vinni ekki hug lesandans. Með sakleysislegu háðsbrosi þess, er skilninginn á, stendur hann ofan við persónur þær, er hann skapar. í hinu mikla riti sínu, Betrachtungen eines Unpolitischen, skipaði Thomas Mann sér móti lýðveldishreyfingunni þýzku í stríðslok, með hvössum og heitum orðum. Það var eins og Nietzche ræki þar upp höfuðið — og fyrir það hefndist Thomas Mann. Hann tók skoðanir sínar aftur. Hann getur ekki skipað sér öðrum megin í flokk, því að tvær sálir búa í brjósti hans. Þótt hann ávítaði þar albjóðasinna harðlega (víða er örvunum skotið að bróður hans, skáldinu Heinrich Mann) var annar helmingur hjarta hans á þeirra bandi. Thomas Mann gengur ekki með blys fyrir mönnum, vísar ekki veginn til betra og fullkomnara lífs, til nýrrar lífsfyllingar. Sögur hans lýsa hnignun, upplausn hamingjunnar. Thomas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.