Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 80

Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 80
288 EUGENE O’NEILL EIMREIÐIN freistingin verður honum of mikil, því hann ann Margaret, hann neytir grímunnar og fær hennar. Auðvitað hefnir þetta sín grimmilega, því grímubúni slarkarinn Dion er alt annað en góður eiginmaður, hann kvelur bæði konuna og sjálfan sig- í nauðum sínum leitar Margaret til Browns og fær hann til að veita Dion atvinnu sem teiknara í vinnustofu hans. Dion neyðist til að brjóta odd af oflæti sínu og taka atvinn- una. Brown hefur stórhag af þessu, því Dion blæs lífsanda í verk hans, enda fer frægð hans dagvaxandi. En þar kemur að lokum, að heilsa Dions bugast af hinni stöðugu ofreynslu, og hann deyr. Á dauðastundinni tekur hann enn einu sinni af sér grímuna í návist konu sinnar, en hún fellur í ómegin af hræðslu. Hann snýr sér þá til Browns í grímunni og neyðir hann, í stórkostlegri sennu, til viðurkenningar á sannleikanum um samband þeirra frá öndverðu og ánafnar honum sjálfan sig að lokum með öllum sínum gögnum og gæðum »svo að hann skuli elska mig og hlýða mér — svo að hann verði ég — þá mun Margaret mín elska mig og börn mín elska mig — herra og frú Brown og synir þeirra ... « Hann tekur loks af sér grímuna, biður Brown fyrirgefn- ingar og deyr. En Brown er flæktur í snöru grímunnar, hann tekur hana og gerist nú Dion. Alt gengur vel í fyrstu, hann gerir Margaret hamingjusama, af því að hann er miklu venju- legri maður, en hann var áður. En svo fer að lokum að þetta nýja líf, þar sem Brown verður að vera Brown gagnvart um- heiminum og Dion gagnvart Margaret, ríður hinum eiginlega Brown að fullu, hann rís að leikslokum gegn ofbeldi grím- anna og deyr. En Margaret, sem aldrei hefur unnað öðru en blekking- unni, hirðir grímu Dions og lifir áfram í minningunni um blekkinguna. Því miður gefur þetta ágrip næstum minni en enga hug- mynd um leikinn. Menn verða að lesa hann til að meta hann. En um hina einkennilegu aðferð höfundar geta menn gert sér nokkra hugmynd af ofanskráðu. Um leikinn á leiksviði urðu menn ekki á eitt sáttir, eins og geta má nærri. Ennþá fjær veruleikanum og nær tákninu er leikurinn La- zarus Laughed (1925—26) — A play for an imaginaiive theater.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.