Eimreiðin - 01.07.1930, Síða 80
288
EUGENE O’NEILL
EIMREIÐIN
freistingin verður honum of mikil, því hann ann Margaret,
hann neytir grímunnar og fær hennar. Auðvitað hefnir þetta
sín grimmilega, því grímubúni slarkarinn Dion er alt annað
en góður eiginmaður, hann kvelur bæði konuna og sjálfan sig-
í nauðum sínum leitar Margaret til Browns og fær hann
til að veita Dion atvinnu sem teiknara í vinnustofu hans.
Dion neyðist til að brjóta odd af oflæti sínu og taka atvinn-
una. Brown hefur stórhag af þessu, því Dion blæs lífsanda
í verk hans, enda fer frægð hans dagvaxandi. En þar kemur
að lokum, að heilsa Dions bugast af hinni stöðugu ofreynslu,
og hann deyr. Á dauðastundinni tekur hann enn einu sinni
af sér grímuna í návist konu sinnar, en hún fellur í ómegin
af hræðslu. Hann snýr sér þá til Browns í grímunni og neyðir
hann, í stórkostlegri sennu, til viðurkenningar á sannleikanum
um samband þeirra frá öndverðu og ánafnar honum sjálfan
sig að lokum með öllum sínum gögnum og gæðum »svo að
hann skuli elska mig og hlýða mér — svo að hann verði
ég — þá mun Margaret mín elska mig og börn mín elska
mig — herra og frú Brown og synir þeirra ... «
Hann tekur loks af sér grímuna, biður Brown fyrirgefn-
ingar og deyr. En Brown er flæktur í snöru grímunnar, hann
tekur hana og gerist nú Dion. Alt gengur vel í fyrstu, hann
gerir Margaret hamingjusama, af því að hann er miklu venju-
legri maður, en hann var áður. En svo fer að lokum að þetta
nýja líf, þar sem Brown verður að vera Brown gagnvart um-
heiminum og Dion gagnvart Margaret, ríður hinum eiginlega
Brown að fullu, hann rís að leikslokum gegn ofbeldi grím-
anna og deyr.
En Margaret, sem aldrei hefur unnað öðru en blekking-
unni, hirðir grímu Dions og lifir áfram í minningunni um
blekkinguna.
Því miður gefur þetta ágrip næstum minni en enga hug-
mynd um leikinn. Menn verða að lesa hann til að meta hann.
En um hina einkennilegu aðferð höfundar geta menn gert
sér nokkra hugmynd af ofanskráðu. Um leikinn á leiksviði
urðu menn ekki á eitt sáttir, eins og geta má nærri.
Ennþá fjær veruleikanum og nær tákninu er leikurinn La-
zarus Laughed (1925—26) — A play for an imaginaiive theater.