Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 104
EIMREIÐIN
Deutsche Islandforschung I—II heitir ritsafn mikiö, er þýzkir
vísindamenn hafa samiö og tileinkað Islandi á þessu ári. Slésvík-Hol-
steinska háskólafélagið hefur gefiö rit þetta út, og er fyrra bindið um
menningu Islands og ritstjóri þess W. H. Vogt prófessor f norrænum fræð-
um í Kiel, en síðara bindið er um náttúru Islands og ritstjóri þess H.
Spethmann háskólakennari í Köln.
24 þýzkir vísindamenn hafa samið rit þetta og afhent Islendingum að
gjöf. Flestir þeirra hafa um margra ára skeið unnið að rannsóknum um
bókmentir Islendinga og menningu og náttúru landsins og margir þeirra
hafa ferðast um landið og samið áður fróðleg rit á þýzka fungu um land
vort og þjóð. Flestir þessara manna eru frægir fræðimenn á þýzkalandi,
en sameiginlegt þeim öllum er ást þeirra til íslands og íslenzkrar rnenn-
ingar. Þeir geta þess í formála, útgefendurnir, að þýzkar tilfinningar eigi
að tala til íslendinga úr riti þessu. Þeir minnast á starfsemi Konr.
Maurers, er eitt sinn hafi veitt Islendingum lið, en síðan hafi ótal Þjóð-
verjar unnið að rannsóknum íslenzkra viðfangsefna, því að í blóði Eddu-
kvæða og Islendingasagna finni þeir æðaslátt sinna eigin forfeðra.
„Maður er manns gleði og harmur.
Eins og vér reynum sjálfir að lifa gleði og harm forfeðra yðar, fylgj-
um vér yður á vegi sögunnar inn á braut framtíðarinnar, stígum yfir hið
víðáttumikla haf til yðar á degi hinna fræknu og þungu endurminninga.
Vér þýzkir vísindamenn höfum ekkert betra að bjóða en vinnu vora.
Qjöf vor er aðeins lítill þáttur.
Margir samstarfandi vinir senda yður kveðju yfir hafið. “
Þessi hlýju kveðjuorð vitna betur um hug þýzkra vísindamanna og
þýzku þjóðarinnar til íslands á þessu merkisári en allar ritgerðirnar, því
að vísindagyðjan er köld og íhugul og gefur tilfinningunum ekki lausan
tauminn.
Lítum því næst á ritgerðirnar sjálfar. Þær fjalla um margvíslega hluti,
um fornfslenzkar bókmentir og skáldskap, um lögfræðileg efni í Grágás
og öðrum lögbókum, um íslenzka hljómlist, um Hornstrandir og íbúa
þeirra, um fjallgöngur á íslandi (í fyrra bindi), um nýjar rannsóknir í
óbygðum íslands, um eldfjallamyndanir, um þýzku leiðangrana til íslands
1926 og 27, um samstarf þýzkra og Í6lenzkra lækna, um veðurathuganir