Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 28
236 ÞÝZK SKÁLD EIMREIDIK Mann varð það ekki auðið, að verða boðberi nýs líma. Hann varð skáld síns tíma. Nú er öldin sú, að menn skortir lífs- fyllingu, eru gagnrýnir, hvarflandi, sundraðir og skiftir, eiga mikinn skilning en litla trú, mikið vit en enga sannfæringu. Menn geta ekki sagt já eða nei við hlutunum, heldur já og nei. Það eru tímans gallar. Og tíminn er örlög. Thomas Mann hefur sagt, að til þess að vera skáld þyrfti líf manns að fela samtímann í sér, svo að skáldið með því að lýsa sjálfu sér væri gildur fulltrúi síns tíma. Thomas Mann upp- fyllir þessi skilyrði. Þeir, sem eru óánægðir með hann, geta hugleitt með sjálfum sér, hvort nútíminn sé betra skálds verður* Thomas Mann er fæddur í Liibeck árið 1875. Frægustu sögu sína, Buddenbrooks, samdi hann í Róm. Lengst af hefur hann búið í Munchen. Buddenbrooks er sett á bekk með l/ilhelm Meister eftir Goethe og Der griine Heinrich eftir Keller. Thomas Mann hlaut eins og kunnugt er Nobels- verðlaun á síðasta ári. Hann hefur staðið af sér bókmenta- strauma þá, sem upp hafa komið á öldinni. Síðasta saga hans, Der Zauberberg, þykir ekki gefa Buddenbrooks mikið eftir, og að sumu leyti taka henni fram. Þriðja stærsta saga hans er Königliche Hoheit. Af smásögum hans eru frægastar Tonio Kröger, Tristan og Der Tod in Venedig. Annars er margt fleira af ágætum smásögum eftir hann. Safn af ritgerðum og ræðum er til eftir hann í þrem miklum bindum, Rede und Antwort, Betrachtungen eines unpolitischen og Bemuhungen. Margir telja hann líka meiri rithöfund en skáld. Ég get ekki skilist svo við þennan greinarstúf, að ég minn- ist ekki aðeins á stíl þessa skálds, jafn frægur og hann er. Einkum er hann snillingur að lýsa hinu ytra. Ekki eru þó náttúrulýsingar hans jafntilkomumiklar og mannlýsingarnar. Lýsingar hans á ytra útliti manna, líkamsvexti, háttum og öllu sérkennilegu í fari manna, klæðaburði og framkomu, eru óvið- jafnanlegar. Samlíkingar hans eru snjallar, og oft tekst honum í einni setningu að draga upp ógleymanlega mynd. Alt hlægi- legt vekur sérstaka eftirtekt hans. Menn hljóta oft að verða forviða, hvílíka undra athyglisgáfu hann á og hvernig hann getur fundið orð yfir alt, sem hann sér, og lýst öllu. Stíll hans, t. d. eins og hann er orðinn í Zauberberg, er alstaðar auðþektur: hárnákvæmur, skýr, strangur, hvass, svalur, hnit- aður og viss. Eins og að öðru leyti ber stíllinn ekki síður svip borgarans en skáldsins. Kristinn E. Andrésson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.