Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Síða 66

Eimreiðin - 01.07.1930, Síða 66
274 NUNNAN EIMRcimN hugðist ná henni fljótlega. En heila klukkustund var leitað árangurslaust, unz riddararnir sneru við og riðu hægt og í illu skapi í gegnum beykiskóginn án þess nú að staðnæmast í rjóðrinu. En þegar Beatrix sá úr felustað sínum, að öllu var óhætt á veginum, kom hún fram úr fylgsni sínu og flýtti sér heim á leið sem fætur toguðu. Þenna sama dag hafði Wonnebold setið heima og tekið út sárar kvalir af iðrun og söknuði. Um leið og honum varð Ijóst, hve mjög hann hafði smánað sjálfan sig í augum hennar, sem hann elskaði, en hafði af léttúð og gáleysi kastað út á hjarnið, fann hann einnig nú fyrst, hve innilega hann hafði elskað hana og virt, og að hann gæti ekki án hennar lifað- Þegar hún svo stóð alt í einu frammi fyrir honum, breiddi hann út faðminn móti henni, áður en hann gat komið upp nokkru orði til þess að láta undrun sína í Ijós, en hún féll um háls honum án þess að mæla nokkurt ásökunar- eða æðruorð. Hann hló dátt, þegar hún skýrði honum frá kænsku sinni, og honum varð mikið um, hve mikla trúfesti hún hafði sýnt, því baróninn var mjög álitlegur og fallegur maður. Til þess því, að ekki skyldu fleiri vandræði af hljótast en orðin voru, gerði hann Beatrix hina fögru að lögmætri eigin- konu sinni í viðurvist allra hölda og landseta sinna, svo að frá þeirri stundu naut hún fullrar virðingar sem aðalsfrú 08 skipaði þá stöðu, er henni bar, hvort sem var við veiðar, veizlur og danzleiki eða í kofum landsetanna og kór kirkj- unnar, þar sem fjölskyldan átti fast tignarsæti. Arin liðu með breytingum sínum og byltingum, og á tólf frjósömum sumrum ól hún eiginmanni sínum átta sonu, sem ólust upp og döfnuðu eins og ungir hirtir í skógi. Haustnótt eina, er sá elsti var átján ára, stóð hún upp af beði sínum við hlið Wonnebolds, án þess hann yrði þess var, braut vandlega saman skartklæði sín og lagði þau í sömu dragkisturnar sern þau höfðu verið tekin úr, lokaði svo kist- unum og lagði lyklana við hlið manni sínum sofandi. Því næst gekk hún berfætt að rúmum sona sinna og kysti þá léttum kossi, hvern á fætur öðrum. Seinast gekk hún aftur að rúmi manns síns og kysti hann einnig. Þá fyrst er hún hafði lokið þessu, klipti hún af sér sítt og mikið hárið, klæddist svörtu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.