Eimreiðin - 01.10.1935, Page 14
EIMRBIÐi>’
Ólína skáldkona.
Eftir Guðmund Friðjónsson■
»Renni, renni rekkja mín«.
»Gekk ég upp á gullskærum móöur min11:11
Ólína Andrésdótt,r■
I firði, er lumar á ótal eyju.ni,
i æsku hlotnaðist námsskeið þér:
um eggver hirða, við árar sitja
og afla heybirgða um fuglasker.
Hið hezta gazt þér í barningsferðum
að brimla hreifum og súlna væng.
Og blíðmál varstu við brúðhjón æðar
og bjóst um kolluna — lagsta á sæng.
Og fræðistafrófi, er fágætt mundi,
þú fékst að kynnast, í sjóföt girð;
og ástúð kvenlegri orðskrúð valdir
í æðarkonungs og lunda hirð.
Og haldið gaztu á hjálmunveli
og hagað seglum á valtri skeið,
er sæ og bylgjum varð sundurorða,
og sjávarföll gerðust ofsareið.
Þú komst í mannraun við kulborð löngum,
varzt kraftamikil og jafnframt þjál.
Sá skóli tók á þér hörðum höndum.
En hann var ódýr og laus við prjál.
I æskuleikjum á eyjaflóa
með Ægisdætrum þú löngum varst.
Og endurminning þess æfintýris
á efri dögunum heiman barst.
Að heiman! Þú áttir heima jafnan
í hjarta sjálfrar þín. Góður bær!
En öðru hvoru í dyngju dísa
þú dvaldir — Jónasar Huldu kær.