Eimreiðin - 01.10.1935, Blaðsíða 20
380
ÞJÓFUR í SPILUM
EIMREIÐlN
orðið, að augu hennar tindruðu af ungum, dýrðlegum fögn-
uði, því að síðustu dagana hafði hún afráðið dálítið með
sjálfri sér.
Og hann þá? Hann? Jú, það vissi hamingjan að hann vildi
svara í sama lit og á engan hátt brjóta af sér traust góðra
manna. Nú voru líka nöldurraddirnar að mestu þagnaðar, —'
tekið að fyrnast yfir, blöðin orðin rólegri og hleypidómar fyrir-
sagnanna dottnir í dúnalogn, enda fullar níu vikur síðan sein-
ast. Hér eftir ætlaði hann heldur ekki að hrella náungann að
neinum mun, — eða sizt á næstunni, og að líkindum, raunai'
fortakslaust, aldrei framar. Enda var nú vissulega öðru að
sinna, því að þau lugu engu, þessi hýru, bláu augu, þess vax'
hann vís, heldur ljómuðu þau í falsleysi og einlægni og buð«
fram bjarta, yndislega framtíð.----Þar við bættist og það>
að honum brást varla, að karlsauðurinn átti allmargar kringl'
óttar í skúffunni.
Hann hafði naumast séð ungfrúnni bregða fyrir síðustu
dagana, — ekki síðan hann greip hönd hennar uppi á gangiU'
um fyrir viku eða svo. Þá færðist hún mjúklega undan, eins
og von var, og dró sig hæversklega inn í sitt herbergi. —
í kvöld opnaði hún aftur á móti dyrnar hjá honum og spurðn
með fögru brosi á vörum, hvort hann vildi ekki gera svo vel
að spila við hana og foreldra hennar um stund
Og siðan hófst spilamenskan og byrjaði á þessu, að þau urð«
saman, án þess þó að forlögin ætluðust eiginlega til þess. E11
það skifti engu máli, því sjálf tók ungfrú Sveinsína af skar'
ið með einurð og festu og jafnframt með innilegri alúð í hans
garð. Og nú töluðu augu þeirra sig niður á lifinu, — ástinn|>
yndinu og allri framtíðinni; hennar augu blágrá og ljómand1’
hans augu dökkbrún og dularfull, — fjarska einkennileg augu>
fanst henni, og hún vissi naumast, hvort þau voru eiginle£a
falleg, en hitt bætti þau aftur fullkomlega upp, þetta, hve hann
var — eins og móðir hennar sagði — hvað hann var „hugg11
legur“. Já, nú fundu þau það bæði á sér, að þau mundu hih
ast uppi á ganginum mjög bráðlega; vel gat verið að P
yrði jafnvel í kvöld, þegar hætt yrði að spila — og þá
Þeim búnaðist forkunnar vel, þau græddu að kalla í hverj11
spili, svo að gamla kynslóðin hafði varla roð við þeim.