Eimreiðin - 01.10.1935, Side 15
EiMREIÐIN
ÓLÍNA SKÁLDKONA
37
Þitt skeiðrúm var milli skers og báru.
En skörulega þú snerist við,
er háski steðjaði að höfði þínu
og hjarta. Kristur þér veitti lið.
Því innileik, sem var aðalborinn,
þú áttir fólginn í hlýjum barm,
og kjarklund fornaldar kvenskörunga,
er kunnu að bera og standast harm.
Þeim tökum náðirðu á tómstund hverri,
að tunga þín varð ei hnept í bönd.
Á listir Sögu og ljóðagyðju
þú lagðir kvenlega, gjörva hönd.
í svefni og vöku þú sjónum leiddir
þau sund, er héldust við fagurblá.
í æfintýranna undra löndum
þú áttir stíg handa von og þrá.
í ferðalaginu þangað, þaðan
gazt þú, er á reyndi, klifið berg.
við steindvr álfs og hjá Strandarkirkju
þú stóðst á þeim hinum gamla merg.
Á gullinskærum þú gekst upp hengju,
er geigs þú kendir í svaðilferð.
Áf þinni hálfu var mikils metin
úr móðurkeltunni fágæt erí'ð.
í sæti gnæfðirðu svinn og tígin,
er sögn og Ijóðmæli barstu fram.
l3á fanst mér hársbreidd til frægra kvenna,
er forðum brugðust í álftarham.
Og rekkju þína með renni-stuðlum
á rás þú hvattir um loft og storð.
Þann fimleik namstu að fljúga á klæði,
°g fengsæl varstu á dýrmæt orð.
Þér lýsti úr augum og líka af enni
sá ljómi, er fluggáfuð kveikir önd,