Eimreiðin - 01.10.1935, Side 18
378
MAHÍA, GUÐS MÓÐIR
eimreiðin
og heilagur, — að í hvert sinn sem kona verður móðir, er heil-
agur andi guðs að sköpunarstarfi sínu, sein á að fylla oss nieð
lotningu.
María guðs móðir með barnið er tákn hins fegursta 1
nienningu vorri, já, í menningu allra alda. Hún er tákn ástar-
innar á líl'inu, alls þess, sem vermir það, auðgar og nærir-
Hún er tákn hins göfugasta kveneðlis, sem alt vill fegra og
hæta. Hún er tákn gróandans í mannlífinu, — barnið hennar
er tákn hins eilífa, sí-endurtekna, sí-nýja æskuvors. I3æði
saman merkja þau hinn heilaga leyndardóm lífsins og við-
halds þess. Það er ævarandi hrós Vesturlanda að hafa skapað
mynd Maríu guðs móður, ímynd hreinleikans, kærleikans,
lífsins. Og látum oss, þegar vér lítum á jarðneska móður, sen1
heldur á barni sínu, sjá í ásjónu hennar mynd hinnar himn-
esku móður, sem ljómar i augum hennar og skín i brosi
hennar til barnsins, sem einnig á að verða guð, sbr. orð ,)esú:
„Verið fullkomnir, eins og faðir yðar áhimnum er fullkommn >
og ummæli sálmaskáldsins: „Þér eruð guðir“. Vér getum ekk*
hugsað of hátt um manneðlið eins og þnð hefur möguleiko. til
að vera, þó að ábótavant geti verið í reyndinni. Hver er, eins
og enska skáldið segir, fær um að reikna réttilega á milli þess,
sem hans er, og þess, sem þitt er, og segja, hvað er mannlc^
og hvað guðdómlegt? Og ekki sjáum vér hvað sízt hið g11®'
dómlega ljóma í gegnum hið mannlega þar, sem móðurástm
er. Hin guðdómlega móðir er því verð allrar þeirrar ástar
tilbeiðslu, sem mennirnir geta í té látið, og María með barni^
er tákn hennar og ímynd. Ave Maria!