Eimreiðin - 01.10.1935, Síða 26
386
STJÁNI BLÁI
eimbeiðiN
Sunnan rok og austan átt
eldu við hann silfur grátt.
Þá var Stjána dillað dátt,
dansaði skeið um hafið blátt.
Sló af lagi sérhvern sjó,
sat við stýri, kvað og hló,
upp í hleypti, undan sló,
eftir gaf og strengdi kló.
Hann var alinn upp við sjó,
ungan dreymdi um skip og sjó,
stundaði alla æfi sjó,
aldurhniginn fórst í sjó.
II.
Stjáni blái bjóst til ferðar,
bundin skeið í lending flaut.
Sjómenn spáðu öllu illu:
Yzt á Valhúsgrunni braut,
kólgubólginn klakkabakki
kryppu upp við hafsbrún skaut.
Stjáni setti stút að vörum,
stundi létt og grönum brá,
stakk í vasann, strauk úr skeggi,
steig á skip og ýtti frá,
hjaraði stýri, strengdi klóna,
stefndi undir Skagatá.
Æsivindur lotulangur
löðri siglum hærra blés,
söng í reipum, sauð á keipum,
sá í grænan vegg til hlés.
Stjáni blái strengdi klóna,
stýrði fyrir Keilisnes.