Eimreiðin - 01.10.1935, Page 51
ElxmEmiN TIL I>ÍN, MEKKA — — 411
Hef ég mína harmastafi.
Heyr ó, Allah, mína bæn:
Hví eru sumir hita brendir?
Hví eru sumra engi græn,
hvar þeir svölu silfurlækir
syngja pálmans rætur við,
þar sem sumir aðrir eiga
engin beitilönd né frið?
Hver er ég — sem hrópa í fjarlægð,
að heimti ég af þér reikningsskil,
þó að hljómi í hjarta mínu
harma minna strengjaspil!
Allah, þú ert einn, og skapar
örlög mönnum, góð og hörð!
Allah, þú ert einn og ræður
yfir hinni frjóvgu jörð!
Til þín, Mekka, talið hef ég
tár mín öll og frið mér keypt.
Þú ert reifuð rósaflúri,
roðasteinum fögrum greypt.
Einn ég bið og þrái —* og þaklca,
að þess mér ekki varnað sé.
Til þín, Mekka, í austuráttu
augum sný og fell á kné.
Guðmundur Böðvarsson.